Með væna forystu eftir holu í höggi 6. apríl 2019 08:27 Kim fagnaði höggi sínu á sextándu vel og innilega. Vísir/Getty Suður-Kóreumaðurinn Si Woo Kim náði að fylgja eftir frábærum fyrsta hring á Valero Texas Open-mótinu með því að ná draumahöggi allra kylfinga á öðrum hring í gær. Kim spilaði á 66 höggum á fyrsta hring, sex höggum undir pari, og gerði slíkt hið sama í gær. En á sextándu holu gerði hann sér lítið fyrir og sló holu í höggi. Um var að ræða 152 metra langa holu og sló Kim með járnkylfu númer níu. Þetta er í annað sinn á ferlinum sem Kim nær holu í höggi á PGA-móti og í 22. sinn á núverandi mótaröð þar sem að kylfingur nær þessu afreki.What a line. What a shot. What a statement. What a celebration. Si Woo Kim makes an ACE at the par-3 16th.#LiveUnderParpic.twitter.com/7YYC7n7PiX — PGA TOUR (@PGATOUR) April 5, 2019 En fáir hafa afrekað að ná holu í höggi á móti þar sem þeir bera svo sigur úr býtum og gæti Kim því komist í fámennan hóp ef honum tekst að halda forystu sinni allt til loka. Kim bar sigur úr býtum á Players-meistaramótinu árið 2017 og er með fjögurra högga forystu á mótinu. Sex kylfingar eru á átta höggum undir pari, meðal annarra Jordan Spieth og Rickie Fowler. Þetta er síðasta PGA-mótið fyrir fyrsta risamót ársins en Masters-mótið hefst í næstu viku. Sýnt er beint frá Valero Texas Open mótinu á Stöð 2 Golf en útsending hefst klukkan 17.00 í dag. Golf Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Suður-Kóreumaðurinn Si Woo Kim náði að fylgja eftir frábærum fyrsta hring á Valero Texas Open-mótinu með því að ná draumahöggi allra kylfinga á öðrum hring í gær. Kim spilaði á 66 höggum á fyrsta hring, sex höggum undir pari, og gerði slíkt hið sama í gær. En á sextándu holu gerði hann sér lítið fyrir og sló holu í höggi. Um var að ræða 152 metra langa holu og sló Kim með járnkylfu númer níu. Þetta er í annað sinn á ferlinum sem Kim nær holu í höggi á PGA-móti og í 22. sinn á núverandi mótaröð þar sem að kylfingur nær þessu afreki.What a line. What a shot. What a statement. What a celebration. Si Woo Kim makes an ACE at the par-3 16th.#LiveUnderParpic.twitter.com/7YYC7n7PiX — PGA TOUR (@PGATOUR) April 5, 2019 En fáir hafa afrekað að ná holu í höggi á móti þar sem þeir bera svo sigur úr býtum og gæti Kim því komist í fámennan hóp ef honum tekst að halda forystu sinni allt til loka. Kim bar sigur úr býtum á Players-meistaramótinu árið 2017 og er með fjögurra högga forystu á mótinu. Sex kylfingar eru á átta höggum undir pari, meðal annarra Jordan Spieth og Rickie Fowler. Þetta er síðasta PGA-mótið fyrir fyrsta risamót ársins en Masters-mótið hefst í næstu viku. Sýnt er beint frá Valero Texas Open mótinu á Stöð 2 Golf en útsending hefst klukkan 17.00 í dag.
Golf Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira