Handbolti

Ásgeir Örn og Bergvin byrja úrslitakeppnina í banni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ásgeir í leik með Haukum fyrr í vetur.
Ásgeir í leik með Haukum fyrr í vetur. vísir/bára
Deildarmeistarar Hauka verða án Ásgeirs Arnars Hallgrímssonar í fyrsta leik átta liða úrslit Olís-deildarinnar en Ásgeir er á leiðinni í eins leiks bann.

Ásgeir fékk rautt spjald í næst síðustu umferð Olís-deildarinnar er Haukarnir tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í Eyjum. Þar fékk hann rautt spjald strax í upphafi leiksins.

Dómstóll HSÍ hittist bara á þriðjudögum og spilaði Ásgeir því á laugardaginn er síðasta umferðin í Olís-deildinni fór fram. Hann spilaði er Haukar töpuðu fyrir Val á heimavelli.

Nú hefur hins vegar verið dæmt í málinu og verður Ásgeir í banni er Haukar mæta Stjörnunni í fyrsta leik átta liða úrslitanna þann 20. apríl.

Ásgeir er ekki sá eini sem verður í banni í átta liða úrslitunum því Bergvin Þór Gíslason, leikmaður ÍR, verður ekki með ÍR er þeir mæta Selfyssingum 20. apríl.

Bergvin var vikið af velli undir lok leiks ÍR og Stjörnunnar eftir að hafa látið dómara leiksins heyra það en ÍR-ingar vildu fá vítakast undir lokin. Bergvin byrjar því úrslitakeppnina í banni.

Alla úrskurðina frá því í gær má lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×