Formúla 1

Leclerc á ráspól í fyrsta sinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leclerc er byrjaður að stimpla sig inn hjá Ferrari.
Leclerc er byrjaður að stimpla sig inn hjá Ferrari. vísir/getty

Charles Leclerc verður á ráspól Bareinskappakstursins á morgun. Hann hafði betur í baráttu við liðsfélaga sinn hjá Ferrari, Sebastian Vettel.

Þetta er í fyrsta sinn sem hinn 21 árs gamli Leclerc verður á ráspól. Hann er á sínu fyrsta tímabil hjá Ferrari.

Leclerc er næstyngsti ökuþórinn í Formúlu 1 sem nær ráspól.

Ríkjandi heimsmeistarinn Lewis Hamilton varð þriðji í tímatökunni í dag og liðsfélagi hans hjá Mercedes, Valtteri Bottas, fjórði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.