Körfubolti

Finnur Freyr: Tindastóll og Njarðvík settu saman lið til að vinna titilinn

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Finnur Freyr Stefánsson
Finnur Freyr Stefánsson vísir/stöð 2 sport
Það verður allt undir á morgun í Dominos deild karla þegar tveir oddaleikir fara fram í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar. Tindastóll fær Þór Þorlákshöfn í heimsókn á meðan ÍR-ingar heimsækja Njarðvík.

Finnur Freyr Stefánsson, fyrrum þjálfari Íslandsmeistara KR, ræddi oddarimmurnar í Körfuboltakvöldi Kjartans Atla Kjartanssonar í gærkvöldi.

„Varðandi pressuna. Tindastóll og Njarðvík voru sett saman í vetur til að vinna titilinn. Þetta eru ekki ódýr lið. Það er verið að leggja vel í þetta og það eru miklar kröfur,“ segir Finnur Freyr.

„Það væri katastrófa fyrir þessi tvö lið að detta út í 8-liða úrslitum, ég tala nú ekki um eftir að hafa komist 2-0 yfir. Pressan á þessum liðum, leikmönnum og þjálfurum er fáranleg,“ segir Finnur.

Fannar Ólafsson hefur engar áhyggjur af því að Tindastóll muni klúðra sínum málum á Sauðárkróki.

„Heimavöllurinn skiptir svo rosalegu miklu máli. Ég myndi alltaf setja minn pening á Tindastól á heimavelli. Það er bannað að tapa á heimavelli. Pressan er einhver en verðu þinn heimavöll og kláraðu þetta,“ segir Fannar.

Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Það verður allt undir á morgun í Dominos deild karla þegar tveir oddaleikir fara fram í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar. Tindastóll fær Þór Þorlákshöfn í heimsókn á meðan ÍR-ingar heimsækja Njarðvík.

Finnur Freyr Stefánsson, fyrrum þjálfari Íslandsmeistara KR, ræddi oddarimmurnar í Körfuboltakvöldi Kjartans Atla Kjartanssonar í gærkvöldi.

„Varðandi pressuna. Tindastóll og Njarðvík voru sett saman í vetur til að vinna titilinn. Þetta eru ekki ódýr lið. Það er verið að leggja vel í þetta og það eru miklar kröfur,“ segir Finnur Freyr.

„Það væri katastrófa fyrir þessi tvö lið að detta út í 8-liða úrslitum, ég tala nú ekki um eftir að hafa komist 2-0 yfir. Pressan á þessum liðum, leikmönnum og þjálfurum er fáranleg,“ segir Finnur.

Fannar Ólafsson hefur engar áhyggjur af því að Tindastóll muni klúðra sínum málum á Sauðárkróki.

„Heimavöllurinn skiptir svo rosalegu miklu máli. Ég myndi alltaf setja minn pening á Tindastól á heimavelli. Það er bannað að tapa á heimavelli. Pressan er einhver en verðu þinn heimavöll og kláraðu þetta,“ segir Fannar.

Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Körfuboltakvöld: Finnur setur pressu á Tindastól og Njarðvík



Fleiri fréttir

Sjá meira


×