Formúla 1

Fréttamaður Sky ruglaðist á Björgólfi Thor og Guy Ritchie

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
David Beckham, Guy Ritchie og Björgólfur Thor.
David Beckham, Guy Ritchie og Björgólfur Thor. vísir/getty

Björgólfur Thor Björgólfsson fylgist með Barein-kappakstrinum, annarri keppni tímabilsins í Formúlu 1, ásamt vini sínum, David Beckham. Leikstjórinn Guy Ritchie var einnig með þeim í för.

Fréttamaður Sky Sports fylgdi hópnum og vildi endilega fá viðbrögð frá Ritchie. Hann ruglaðist eitthvað og gekk beint upp að Björgólfi Thor.

Fréttamaðurinn áttaði sig ekki á mistökunum fyrr en Björgólfur Thor benti honum á hinn rétta Ritchie sem var skammt frá.

„Guð minn góður. Ég ruglaðist á þeim skeggjuðu,“ sagði fréttamaðurinn. Atvikið má sjá hér að neðan.Heimsmeistarinn Lewis Hamilton hrósaði sigri í kappakstrinum. Liðsfélagi hans, Valtteri Bottas, varð annar og Ferrari-ökuþórinn Charles Lecrec þriðji.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.