Formúla 1

Hamilton vann í Barein

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hamilton vann Barein-kappaksturinn í þriðja sinn.
Hamilton vann Barein-kappaksturinn í þriðja sinn. vísir/getty

Heimsmeistarinn Lewis Hamilton hrósaði sigri í Barein-kappakstrinum í dag. Þetta var önnur keppni tímabilsins í Formúlu 1.

Þetta er í þriðja sinn sem Hamilton vinnur Barein-kappaksturinn en hann gerði það einnig 2014 og 2015.

Charles Leclerc, sem var á rásspól, var lengi vel með forystuna en vélavandræði kostuðu hann sigurinn. Þessi 21 árs bráðefnilegi strákur varð að gera sér 3. sætið að góðu. Þetta er í fyrsta sinn sem hann kemst á pall í Formúlu 1 og í fyrsta sinn síðan 1950 sem ökuþór frá Mónakó kemst á pall.

Liðsfélagi Hamiltons hjá Mercedes, Valtteri Bottas, varð annar. Hann vann fyrsta kappakstur ársins í Ástralíu um þarsíðustu helgi.

Sebastian Vettel, sem vann Barein-kappaksturinn 2017 og 2018, endaði í 5. sæti. Max Verstappen varð fjórði.

Næsta keppni tímabilsins fer fram í Kína.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.