Formúla 1

Hamilton vann í Barein

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hamilton vann Barein-kappaksturinn í þriðja sinn.
Hamilton vann Barein-kappaksturinn í þriðja sinn. vísir/getty
Heimsmeistarinn Lewis Hamilton hrósaði sigri í Barein-kappakstrinum í dag. Þetta var önnur keppni tímabilsins í Formúlu 1.

Þetta er í þriðja sinn sem Hamilton vinnur Barein-kappaksturinn en hann gerði það einnig 2014 og 2015.

Charles Leclerc, sem var á rásspól, var lengi vel með forystuna en vélavandræði kostuðu hann sigurinn. Þessi 21 árs bráðefnilegi strákur varð að gera sér 3. sætið að góðu. Þetta er í fyrsta sinn sem hann kemst á pall í Formúlu 1 og í fyrsta sinn síðan 1950 sem ökuþór frá Mónakó kemst á pall.

Liðsfélagi Hamiltons hjá Mercedes, Valtteri Bottas, varð annar. Hann vann fyrsta kappakstur ársins í Ástralíu um þarsíðustu helgi.

Sebastian Vettel, sem vann Barein-kappaksturinn 2017 og 2018, endaði í 5. sæti. Max Verstappen varð fjórði.

Næsta keppni tímabilsins fer fram í Kína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×