Viðskipti innlent

Fífa inn­kallar hættu­legu barna­burðar­pokana

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Aftur þarf að innkalla pokana frá Mini Monkey.
Aftur þarf að innkalla pokana frá Mini Monkey. Neytendastofa

Aðstandendur barnavöruverslunarinnar Fífu hafa ákveðið að innkalla tvær gerðir af barnaburðarpokum. Þetta er í annað sinn á rúmum einum og hálfum mánuði sem umræddar tegundir eru innkallaðar og þriðja skiptið sem íslenskar verslanir hafa þurft að innkalla barnaburðarpoka.

Að þessu sinni eru það tvær tegundir frá Mini Monkey; annars vegar Sling Unlimited 4 in 1 og Sling unlimited 7 in 1. Að sögn Neytendastofu, sem tilkynnti um innköllunina, eru pokarnir taldir hættulegir þar sem þeir geta rifnað.

„Prófun á Sling Unlimited 4 in 1 leiddi einnig í ljós að samkvæmt merkingum var burðarpokinn ætlaður mjög ungum börnum, en börn undir fjögurra mánaða verða að vera í burðarpoka sem er sérstaklega útbúinn með stuðning fyrir höfuð þeirra,“ segir í tilkynningunni.

Eigendur slíkra barnaburðarpoka eru því hvattir til að hætta notkun þeirra strax þar sem hætta er á að festingar halda ekki og barnið getur dottið úr pokanum.

Netverslunin Heimkaup innkallaði einnig umrædda poka í byrjun febrúar af sömu ástæðu, pokarnir væru hættulegir. Húsgagnaheimilið taldi sig einnig þurfa að innkalla barnaburðarpoka frá Child Wheels by Childhome í síðustu viku. Þeir pokar eru jafnframt taldir óöruggir, þeir geti slitnað auk þess sem af þeim er köfnunarhætta fyrir barnið.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
6,84
7
11.046
ICEAIR
3,1
25
830.036
EIM
1,9
9
136.109
SYN
1,85
9
131.289
SIMINN
1,81
7
296.112

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
-0,23
7
347.873
SJOVA
0
8
305.217
MAREL
0
4
10.513
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.