Fékk þau svör sem ég þurfti Kristinn Páll Teitsson skrifar 25. mars 2019 14:00 Íslensku stelpurnar unnu tvo af þremur leikjum sínum í Póllandi mynd/hsí Kvennalandsliðið í handbolta lauk keppni á fjögurra liða æfingamóti í Póllandi í gær með 30-28 sigri á Slóvakíu. Ísland vann því tvo leiki af þremur og var hreinlega óheppið að fá ekki hið minnsta stig í leiknum gegn gestgjöfunum. Leikirnir voru hluti af undirbúningi Íslands fyrir umspilsleiki gegn Spánverjum í vor. Tæpir tveir mánuðir eru í leikina sem fara fram hér heima og ytra þar sem sigurvegarinn tryggir sér þáttökurétt á HM í Japan í lok þessa árs. Eftir naumt tap fyrir Póllandi, gestgjöfunum, á föstudaginn vann Ísland fimm marka sigur á Argentínu á laugardaginn. Ísland fékk stuttan tíma til undirbúnings enda kom Argentína í stað Angóla á miðvikudaginn síðasta en það truflaði ekki íslenska liðið sem vann 31-26 sigur. Ragnheiður Júlíusdóttir, sem kom inn í hópinn með stuttum fyrirvara eftir að Mariam Eradze þurfti að draga sig úr hópnum vegna meiðsla, var markahæst og kosin best í sigrinum á Argentínu. Ísland fylgdi því eftir með 30-28 sigri á Slóvakíu í gær. Ísland var í örlitlum vandræðum í vörninni framan af og leiddi Slóvakía 17-14 í hálfleik en með góðum viðsnúningi náði Ísland að snúa leiknum sér í hag og vinna. Axel Stefánsson, þjálfari landsliðsins, var heilt yfir ánægður með helgina þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans. „Heilt yfir er ég mjög ánægður, það er auðvitað smá svekkelsi að það er fimm mínútna kafli í fyrsta leiknum sem kostar okkur sigur í þessu móti. Þessi góðu lið refsa við hvert tækifæri og við verðum að læra af því en heilt yfir er ég mjög sáttur,“ sagði Axel og bætti við: „Leikurinn á föstudaginn var mun hægari en hinir tveir leikirnir þar sem það var mikið um hraðar miðjur og það var mikið tempó. “ Axel var sáttur með varnarleik liðsins stærstan hluta mótsins. „Varnarleikurinn var frábær stærstan hluta mótsins og markvarslan til fyrirmyndar. Ég var ósáttur að við skyldum hleypa inn sautján mörkum í fyrri hálfleik gegn Slóvakíu en við löguðum það í hálfleik og fengum aðeins ellefu mörk á okkur í seinni hálfleik. Stelpurnar sýndu karakter þar.“ Aðspurður sagðist Axel hafa fengið svör við þeim spurningum sem hann hafði í aðdraganda leikjanna gegn Spánverjum. „Ég fékk svör við mínum spurningum. Við dreifðum álaginu vel sem hefur ekki verið möguleiki í mótsleikjum. Við nýttum hornamennina vel í þessum leikjum og sóknin gekk að mörgu leyti vel. Við eigum enn í smá vandræðum með skotnýtinguna í dauðafærum en það er eitthvað sem auðveldlega er hægt er að bæta.“ Birtist í Fréttablaðinu Handbolti Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks Sport Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Sjá meira
Kvennalandsliðið í handbolta lauk keppni á fjögurra liða æfingamóti í Póllandi í gær með 30-28 sigri á Slóvakíu. Ísland vann því tvo leiki af þremur og var hreinlega óheppið að fá ekki hið minnsta stig í leiknum gegn gestgjöfunum. Leikirnir voru hluti af undirbúningi Íslands fyrir umspilsleiki gegn Spánverjum í vor. Tæpir tveir mánuðir eru í leikina sem fara fram hér heima og ytra þar sem sigurvegarinn tryggir sér þáttökurétt á HM í Japan í lok þessa árs. Eftir naumt tap fyrir Póllandi, gestgjöfunum, á föstudaginn vann Ísland fimm marka sigur á Argentínu á laugardaginn. Ísland fékk stuttan tíma til undirbúnings enda kom Argentína í stað Angóla á miðvikudaginn síðasta en það truflaði ekki íslenska liðið sem vann 31-26 sigur. Ragnheiður Júlíusdóttir, sem kom inn í hópinn með stuttum fyrirvara eftir að Mariam Eradze þurfti að draga sig úr hópnum vegna meiðsla, var markahæst og kosin best í sigrinum á Argentínu. Ísland fylgdi því eftir með 30-28 sigri á Slóvakíu í gær. Ísland var í örlitlum vandræðum í vörninni framan af og leiddi Slóvakía 17-14 í hálfleik en með góðum viðsnúningi náði Ísland að snúa leiknum sér í hag og vinna. Axel Stefánsson, þjálfari landsliðsins, var heilt yfir ánægður með helgina þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans. „Heilt yfir er ég mjög ánægður, það er auðvitað smá svekkelsi að það er fimm mínútna kafli í fyrsta leiknum sem kostar okkur sigur í þessu móti. Þessi góðu lið refsa við hvert tækifæri og við verðum að læra af því en heilt yfir er ég mjög sáttur,“ sagði Axel og bætti við: „Leikurinn á föstudaginn var mun hægari en hinir tveir leikirnir þar sem það var mikið um hraðar miðjur og það var mikið tempó. “ Axel var sáttur með varnarleik liðsins stærstan hluta mótsins. „Varnarleikurinn var frábær stærstan hluta mótsins og markvarslan til fyrirmyndar. Ég var ósáttur að við skyldum hleypa inn sautján mörkum í fyrri hálfleik gegn Slóvakíu en við löguðum það í hálfleik og fengum aðeins ellefu mörk á okkur í seinni hálfleik. Stelpurnar sýndu karakter þar.“ Aðspurður sagðist Axel hafa fengið svör við þeim spurningum sem hann hafði í aðdraganda leikjanna gegn Spánverjum. „Ég fékk svör við mínum spurningum. Við dreifðum álaginu vel sem hefur ekki verið möguleiki í mótsleikjum. Við nýttum hornamennina vel í þessum leikjum og sóknin gekk að mörgu leyti vel. Við eigum enn í smá vandræðum með skotnýtinguna í dauðafærum en það er eitthvað sem auðveldlega er hægt er að bæta.“
Birtist í Fréttablaðinu Handbolti Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks Sport Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Sjá meira