Geir Sveinsson að mæta uppeldisfélaginu í aðeins annað skiptið á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2019 16:15 Geir Sveinsson. Getty/Jean Catuffe Lokaleikur nítjándu umferðar Olís deildar karla í handbolta fer fram í kvöld þegar Valsmenn taka á móti Akureyri þar sem mætast lið sem eru í baráttunni á sitthvorum enda töflunnar. Valsmenn mega ekki missa fleiri stig ætli þeir að vera með í baráttunni um efstu tvö sætin og Akureyrarliðið situr í fallsæti þremur stigum frá öruggu sæti. Leikurinn hefst klukkan 18.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Þetta er líka merkilegur leikur fyrir þjálfara Akureyrarliðsins, Geir Sveinsson, sem er fyrrum fyrirliði og þjálfari Valsliðsins. Geir er einn af bestu sonum Vals og lék aldrei með öðru félagi hér heima. Geir lék með Val til ársins 1989 þegar hann fót út í atvinnumennsku. Hann spilaði á Spáni, í Frakklandi og í Þýskalandi næstu tíu árin. Geir kom aftur heim til Íslands 1999 og tók við þjálfun æskufélags síns og lék þá í nokkur tímabil sem spilandi þjálfari Valsliðsins. Geir var fyrirliði Íslands- og bikarmeistara Vals 1988 og Íslandsmeistara Vals 1989. Valsliðið komst alla leið í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn 2002 en tapaði þá í oddaleik á móti KA. Í kvöld mun Geir aðeins mæta Val í annað skiptið á ferli sínum sem leikmaður eða þjálfari í efstu deild. Hitt skiptið var þegar hann tók við Gróttu á miðju tímabili og mætti með Seltirninga á Hlíðarenda í lokaumferð deildarinnar. Sá leikur fór fram 8. apríl 2010 eða fyrir næstum því níu árum síðan. Gróttuliðið þurfti þá að vinna til að forðast umspil um fall úr deildinni. Grótta var yfir 12-11 í hálfleik og staðan var 17-17 en Valsmenn gáfu í undir lokin og unnu 25-20 sigur. Geir hefur síðan þjálfað í Þýskalandi og Austurríki auk þess að stýra íslenska landsliðinu. Hann tók síðan við Akureyrarliðinu um áramótin og snéri þá aftur í íslensku deildina. Nú er síðan komið að því að glíma við uppeldisfélagið sitt og það í aðeins annað skiptið á ferlinum. Olís-deild karla Mest lesið Glugganum lokað: Isak mættur á Anfield Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Sjá meira
Lokaleikur nítjándu umferðar Olís deildar karla í handbolta fer fram í kvöld þegar Valsmenn taka á móti Akureyri þar sem mætast lið sem eru í baráttunni á sitthvorum enda töflunnar. Valsmenn mega ekki missa fleiri stig ætli þeir að vera með í baráttunni um efstu tvö sætin og Akureyrarliðið situr í fallsæti þremur stigum frá öruggu sæti. Leikurinn hefst klukkan 18.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Þetta er líka merkilegur leikur fyrir þjálfara Akureyrarliðsins, Geir Sveinsson, sem er fyrrum fyrirliði og þjálfari Valsliðsins. Geir er einn af bestu sonum Vals og lék aldrei með öðru félagi hér heima. Geir lék með Val til ársins 1989 þegar hann fót út í atvinnumennsku. Hann spilaði á Spáni, í Frakklandi og í Þýskalandi næstu tíu árin. Geir kom aftur heim til Íslands 1999 og tók við þjálfun æskufélags síns og lék þá í nokkur tímabil sem spilandi þjálfari Valsliðsins. Geir var fyrirliði Íslands- og bikarmeistara Vals 1988 og Íslandsmeistara Vals 1989. Valsliðið komst alla leið í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn 2002 en tapaði þá í oddaleik á móti KA. Í kvöld mun Geir aðeins mæta Val í annað skiptið á ferli sínum sem leikmaður eða þjálfari í efstu deild. Hitt skiptið var þegar hann tók við Gróttu á miðju tímabili og mætti með Seltirninga á Hlíðarenda í lokaumferð deildarinnar. Sá leikur fór fram 8. apríl 2010 eða fyrir næstum því níu árum síðan. Gróttuliðið þurfti þá að vinna til að forðast umspil um fall úr deildinni. Grótta var yfir 12-11 í hálfleik og staðan var 17-17 en Valsmenn gáfu í undir lokin og unnu 25-20 sigur. Geir hefur síðan þjálfað í Þýskalandi og Austurríki auk þess að stýra íslenska landsliðinu. Hann tók síðan við Akureyrarliðinu um áramótin og snéri þá aftur í íslensku deildina. Nú er síðan komið að því að glíma við uppeldisfélagið sitt og það í aðeins annað skiptið á ferlinum.
Olís-deild karla Mest lesið Glugganum lokað: Isak mættur á Anfield Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Sjá meira