Náttúrulegt ónæmi Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 26. mars 2019 07:00 Mörgum brá í brún þegar Matvælastofnun tilkynnti í síðustu viku að athugun á sýklalyfjaónæmi í kjöti og dýrum árið 2018 hefði sýnt fram á að ónæmi sé sannarlega til staðar í íslensku búfé. Ónæmi þetta er vissulega minna en gengur og gerist annars staðar í álfunni, en þó var það að finna í tæplega 4 prósentum sýna sem tekin voru úr íslenskum lömbum (heildarfjöldi sýna í skimun MAST var 76). „Líkt öðru búfé, eru íslensk lömb ekki laus við bakteríur sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum eða sem geta þróað slíkt ónæmi og dreift í aðrar bakteríur,“ sagði í yfirlýsingu Matvælastofnunar. Þar sagði jafnframt að ekki væri vitað hvernig ónæmar E. coli bakteríur bárust í lömbin, eða hvort ónæmið myndaðist í lömbunum. Það samtal sem við höfum freistað þess að eiga um sýklalyfjaónæmi og innflutning á ferskum matvælum hefur fyrir löngu verið afvegaleitt með ýkjum, öfgum, hræðsluáróðri og lítilsvirðingu gagnvart vísindalegri þekkingu. Þetta á bæði við um þá sem berjast fyrir rýmri heimildum til innflutnings, og þeirra sem tala gegn þeim. Í skotgröfunum verða hin margvíslegu blæbrigði málaflokksins útvötnuð og einsleit. Bakteríur eru hinir raunverulegu húsbændur á þessari plánetu. Við erum boðflennurnar í hnattrænu kjörlendi þeirra. Einfrumungar voru með fyrstu lífverum á Jörðinni og í dag er heildar lífmassi baktería meiri en samanlagður lífmassi allra plantna og dýra. Þær hafa jafnframt hertekið líkama okkar en þeir hafa að geyma mun fleiri bakteríur en líkamsfrumur. Bakteríur eru hreinlega betri en við í að lifa. Líffræði baktería gefur þeim þróunarlegt forskot. Þær skipta sér á ógnarhraða og stökkbreytingar sem veita forskot, eins og ónæmi fyrir sýklalyfi, getur með auðveldum hætti orðið ráðandi í tilteknu umhverfi. Svo klárar eru bakteríurnar að sýklalyfjaónæmið kom á undan sýklalyfjunum, enda hefur ónæmi fundist í allt að 30 þúsund ára gömlum sýnum. Með öflugu eftirliti og samvinnu þvert á landamæri er hægt að halda sýklalyfjaónæmi – hinni miklu heilsufarsógn okkar tíma – í skefjum. En því verður aldrei útrýmt og að líkindum mun okkur í besta falli takast að fresta hinu óumflýjanlega. Vandamálið er hins vegar ekki óyfirstíganlegt. Það hefur aldrei haft góðar afleiðingar í för með sér að smætta flókin mál niður í einfalt tvenndarkerfi; já eða nei, með eða á móti. Í tilfelli sýklalyfjaónæmis eru afleiðingar af slíkri nálgun bæði þær að djúpstæður og nauðsynlegur skilningur á málaflokknum verður æ sjaldgæfari, og þær að við verðum enn verr í stakk búin en áður til að takast á við raunverulegt neyðarástand þegar það kemur upp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Landbúnaður Vísindi Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mörgum brá í brún þegar Matvælastofnun tilkynnti í síðustu viku að athugun á sýklalyfjaónæmi í kjöti og dýrum árið 2018 hefði sýnt fram á að ónæmi sé sannarlega til staðar í íslensku búfé. Ónæmi þetta er vissulega minna en gengur og gerist annars staðar í álfunni, en þó var það að finna í tæplega 4 prósentum sýna sem tekin voru úr íslenskum lömbum (heildarfjöldi sýna í skimun MAST var 76). „Líkt öðru búfé, eru íslensk lömb ekki laus við bakteríur sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum eða sem geta þróað slíkt ónæmi og dreift í aðrar bakteríur,“ sagði í yfirlýsingu Matvælastofnunar. Þar sagði jafnframt að ekki væri vitað hvernig ónæmar E. coli bakteríur bárust í lömbin, eða hvort ónæmið myndaðist í lömbunum. Það samtal sem við höfum freistað þess að eiga um sýklalyfjaónæmi og innflutning á ferskum matvælum hefur fyrir löngu verið afvegaleitt með ýkjum, öfgum, hræðsluáróðri og lítilsvirðingu gagnvart vísindalegri þekkingu. Þetta á bæði við um þá sem berjast fyrir rýmri heimildum til innflutnings, og þeirra sem tala gegn þeim. Í skotgröfunum verða hin margvíslegu blæbrigði málaflokksins útvötnuð og einsleit. Bakteríur eru hinir raunverulegu húsbændur á þessari plánetu. Við erum boðflennurnar í hnattrænu kjörlendi þeirra. Einfrumungar voru með fyrstu lífverum á Jörðinni og í dag er heildar lífmassi baktería meiri en samanlagður lífmassi allra plantna og dýra. Þær hafa jafnframt hertekið líkama okkar en þeir hafa að geyma mun fleiri bakteríur en líkamsfrumur. Bakteríur eru hreinlega betri en við í að lifa. Líffræði baktería gefur þeim þróunarlegt forskot. Þær skipta sér á ógnarhraða og stökkbreytingar sem veita forskot, eins og ónæmi fyrir sýklalyfi, getur með auðveldum hætti orðið ráðandi í tilteknu umhverfi. Svo klárar eru bakteríurnar að sýklalyfjaónæmið kom á undan sýklalyfjunum, enda hefur ónæmi fundist í allt að 30 þúsund ára gömlum sýnum. Með öflugu eftirliti og samvinnu þvert á landamæri er hægt að halda sýklalyfjaónæmi – hinni miklu heilsufarsógn okkar tíma – í skefjum. En því verður aldrei útrýmt og að líkindum mun okkur í besta falli takast að fresta hinu óumflýjanlega. Vandamálið er hins vegar ekki óyfirstíganlegt. Það hefur aldrei haft góðar afleiðingar í för með sér að smætta flókin mál niður í einfalt tvenndarkerfi; já eða nei, með eða á móti. Í tilfelli sýklalyfjaónæmis eru afleiðingar af slíkri nálgun bæði þær að djúpstæður og nauðsynlegur skilningur á málaflokknum verður æ sjaldgæfari, og þær að við verðum enn verr í stakk búin en áður til að takast á við raunverulegt neyðarástand þegar það kemur upp.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun