Handbolti

Agnar Smári fór í aðgerð í morgun | Tímabilið í hættu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Agnar Smári í leik með Valsmönnum.
Agnar Smári í leik með Valsmönnum. vísir/bára
Stórskytta Valsmanna, Agnar Smári Jónsson, gekkst undir aðgerð í morgun og er alls óvíst hvort hann spili meira með liðinu í vetur. Það væri mikið áfall fyrir Valsmenn að missa hann út.

Agnar Smári er með brjósklos og eftir skoðanir og fundi í gær var ákveðið að senda hann í aðgerð.

Hann mun því ekkert geta gert næsta mánuðinn en endurhæfing hefst í fyrsta lagi eftir mánuð. Hvernig hann kemur undan aðgerðinni kemur ekki í ljós fyrr en síðar en ljóst að afar ólíklegt er að hann nái úrslitakeppninni með sínu liði.

Skyttan er búin að skora 52 mörk í 15 leikjum í Olís-deildinni í vetur. Hann er oftar en ekki maður stóru leikjanna og ljóst að hans verður sárt saknað þegar stóri dansleikurinn hefst.


Tengdar fréttir

Óvissa með framhaldið hjá Agnari Smára

Agnar Smári Jónsson mun ekki spila með Valsmönnum gegn Akureyri í kvöld og óvissa er hversu mikið meira hann getur spilað með liðinu á leiktíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×