Handbolti

Fannar og Ragnar sluppu báðir við bann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fannar Þór Friðgeirsson í leik með ÍBV á móti Stjörnunni.
Fannar Þór Friðgeirsson í leik með ÍBV á móti Stjörnunni. Vísir/Bára
Eyjamaðurinn Fannar Þór Friðgeirsson og Stjörnumaðurinn Ragnar Snær Njálsson verða báðir með liðum sínum í 20. umferð Olís deild karla í handbolta.

Þeir fengu báðir rautt spjald í síðustu umferð, Fannar Þór á móti FH en Ragnar Snær á móti Gróttu.

Hvorugur fer í bann og verður Fannar því með ÍBV á móti KA og Ragnar Snær má spila með Stjörnunni á móti Akureyri.

Báðir fengu rauða spjaldið fyrir gróft leikbrot samkvæmt niðurskurði aganefndar HSÍ. Brot Fannars fellur undir reglu 8:5 a en brot Ragnars fellur undir reglu 8:5 b.

Í þeim báðum stendur síðan: „Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útilokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.“

Úrskurðinn kváðu upp Sverrir Pálmason, Arnar Kormákur Friðriksson og Arnar Þór Sæþórsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×