Laun og árangur í Meistaradeildinni Björn Berg Gunnarsson skrifar 27. mars 2019 07:00 Þátttökulið Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu deila með sér um 270 milljarða króna verðlaunafé þetta keppnistímabilið. Heildartekjur keppninnar hafa meira en þrefaldast frá því Barcelona lagði Arsenal að velli í París árið 2006 og fjárhagslegur ávinningur liða af árangri í keppninni hefur sömuleiðis margfaldast. Það skyldi því engan undra að keppnin um þennan eftirsóttasta bikar Evrópu sé hörð. Rekstur fjölmargra liða veltur að umtalsverðu leyti á þátttöku í keppninni og barist er um þá leikmenn sem talið er að geti skipt sköpum, en launaverðbólgan hjá bestu knattspyrnumönnum álfunnar hefur verið með ólíkindum undanfarin ár. Skila há laun þó samsvarandi árangri í keppninni? Ef við lítum aftur til ársins 2013 og berum launagreiðslur saman við frammistöðu til og með síðustu leiktíð sést að há laun eru alls engin trygging fyrir góðum árangri. Real Madrid, sem greitt hefur hæstu launin, hefur vissulega einnig náð bestum árangri (þó Ajax hafi sett risastórt strik í reikninginn á dögunum) en uppskera annarra liða er ansi misjöfn. Áberandi er hversu vel Atlético frá Madríd hefur gengið að nýta sína starfskrafta, þrátt fyrir að greiða lægst laun þeirra 17 liða sem oftast hafa verið meðal þeirra útgjaldahæstu á tímabilinu.Einungis Real Madrid, Bayern og Barcelona hefur vegnað betur. Það ætti ekki að koma mörgum á óvart hverjum hefur mistekist, umfram aðra, að snúa háum launagreiðslum í sigra á vellinum. Árangur Manchester United, sem er í fjórða sæti þeirra sem hæstu launin greiða, hefur frá 2013 verið hvað mest undir væntingum og er liðið átta sætum neðar á lista yfir árangur félaganna. Með fræknum sigri á PSG í síðustu viku lagfærir liðið þó nokkuð stöðu sína í þessum samanburði. Ekki má þó gleyma gömlu ítölsku stórveldunum frá Mílanó, sem saman hefur einungis einu sinni tekist að að komast í keppnina á þessu fimm ára tímabili þrátt fyrir háar launagreiðslur. Þessi einfaldi samanburður sýnir því ekki fram á fylgni milli launagreiðslna og árangurs stærstu félaganna en það væri þó fullmikil einföldun að halda öðru fram en að fjárhagslegir burðir leiki lykilhlutverk í nútímafótbolta. Þegar litið er til stærstu deilda álfunnar er það einungis Barcelona á Spáni sem unnið hefur flesta deildarmeistaratitla á tímabilinu, þrátt fyrir að greiða örlítið lægri laun en erkifjendurnir hjá Real Madrid. Það er því enn hægt að kaupa árangur. Það er bara aðeins erfiðara í Meistaradeildinni.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Meistaradeild Evrópu Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Sjá meira
Þátttökulið Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu deila með sér um 270 milljarða króna verðlaunafé þetta keppnistímabilið. Heildartekjur keppninnar hafa meira en þrefaldast frá því Barcelona lagði Arsenal að velli í París árið 2006 og fjárhagslegur ávinningur liða af árangri í keppninni hefur sömuleiðis margfaldast. Það skyldi því engan undra að keppnin um þennan eftirsóttasta bikar Evrópu sé hörð. Rekstur fjölmargra liða veltur að umtalsverðu leyti á þátttöku í keppninni og barist er um þá leikmenn sem talið er að geti skipt sköpum, en launaverðbólgan hjá bestu knattspyrnumönnum álfunnar hefur verið með ólíkindum undanfarin ár. Skila há laun þó samsvarandi árangri í keppninni? Ef við lítum aftur til ársins 2013 og berum launagreiðslur saman við frammistöðu til og með síðustu leiktíð sést að há laun eru alls engin trygging fyrir góðum árangri. Real Madrid, sem greitt hefur hæstu launin, hefur vissulega einnig náð bestum árangri (þó Ajax hafi sett risastórt strik í reikninginn á dögunum) en uppskera annarra liða er ansi misjöfn. Áberandi er hversu vel Atlético frá Madríd hefur gengið að nýta sína starfskrafta, þrátt fyrir að greiða lægst laun þeirra 17 liða sem oftast hafa verið meðal þeirra útgjaldahæstu á tímabilinu.Einungis Real Madrid, Bayern og Barcelona hefur vegnað betur. Það ætti ekki að koma mörgum á óvart hverjum hefur mistekist, umfram aðra, að snúa háum launagreiðslum í sigra á vellinum. Árangur Manchester United, sem er í fjórða sæti þeirra sem hæstu launin greiða, hefur frá 2013 verið hvað mest undir væntingum og er liðið átta sætum neðar á lista yfir árangur félaganna. Með fræknum sigri á PSG í síðustu viku lagfærir liðið þó nokkuð stöðu sína í þessum samanburði. Ekki má þó gleyma gömlu ítölsku stórveldunum frá Mílanó, sem saman hefur einungis einu sinni tekist að að komast í keppnina á þessu fimm ára tímabili þrátt fyrir háar launagreiðslur. Þessi einfaldi samanburður sýnir því ekki fram á fylgni milli launagreiðslna og árangurs stærstu félaganna en það væri þó fullmikil einföldun að halda öðru fram en að fjárhagslegir burðir leiki lykilhlutverk í nútímafótbolta. Þegar litið er til stærstu deilda álfunnar er það einungis Barcelona á Spáni sem unnið hefur flesta deildarmeistaratitla á tímabilinu, þrátt fyrir að greiða örlítið lægri laun en erkifjendurnir hjá Real Madrid. Það er því enn hægt að kaupa árangur. Það er bara aðeins erfiðara í Meistaradeildinni.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun