Tíu ár frá besta körfuboltaleik Íslandssögunnar | Myndband Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. mars 2019 14:30 Jón Arnór Stefánsson og Sverrir Sverrisson í leiknum ógleymanlega. Jón er enn að spila en Sverrir þjálfar nú Keflavíkurliðið. vísir/vilhelm Þeir sem lögðu leið sína í DHL-höllina föstudagskvöldið 27. mars árið 2009 munu aldrei gleyma því sem þeir sáu það kvöld. Þar var í boði körfuboltaleikur sem aldrei gleymist enda einstakur. Þetta var þriðji leikur KR og Keflavíkur í úrslitakeppninni en staðan fyrir leikinn var 2-0 fyrir KR. Það þurfti hvorki meira né minna til en fjórar framlengingar til þess að knýja fram úrslit. Lokatölur 129-124 fyrir KR í leik sem hélt áhorfendum sveittum langt fram á kvöld. Þetta var í undanúrslitum Íslandsmótsins en KR varð svo meistari eftir að hafa lagt Grindavík í úrslitarimmunni. Þessa leiks er líklega helst minnst fyrir lygilega þriggja stiga körfu Jóns Arnórs Stefánssonar í lok annarrar framlengingar. Hann skaut nánast af bekk Keflavíkur til þess að þvinga fram þriðju framlenginguna. Keflvíkingurinn Hörður Axel Vilhjálmsson setti Íslandsmet með því að spila allar mínúturnar í leiknum. Það met verður líklega seint slegið en þetta var aðeins í annað sinn sem leikur er fjórframlengdur í efstu deild. Jesse Pellot-Rosa spilaði í 58 og hálfa mínútu fyrir Keflavík og skoraði 51 stig í leiknum. Var ótrúlegur en bugaður eftir leik. Hér að neðan má sjá fréttamyndskeið af leiknum ógleymanlega sem líklega er sá besti í íslenskri körfuboltasögu og sá besti að margra mati enda slíkur leikur ekki beint daglegt brauð. Dominos-deild karla Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
Þeir sem lögðu leið sína í DHL-höllina föstudagskvöldið 27. mars árið 2009 munu aldrei gleyma því sem þeir sáu það kvöld. Þar var í boði körfuboltaleikur sem aldrei gleymist enda einstakur. Þetta var þriðji leikur KR og Keflavíkur í úrslitakeppninni en staðan fyrir leikinn var 2-0 fyrir KR. Það þurfti hvorki meira né minna til en fjórar framlengingar til þess að knýja fram úrslit. Lokatölur 129-124 fyrir KR í leik sem hélt áhorfendum sveittum langt fram á kvöld. Þetta var í undanúrslitum Íslandsmótsins en KR varð svo meistari eftir að hafa lagt Grindavík í úrslitarimmunni. Þessa leiks er líklega helst minnst fyrir lygilega þriggja stiga körfu Jóns Arnórs Stefánssonar í lok annarrar framlengingar. Hann skaut nánast af bekk Keflavíkur til þess að þvinga fram þriðju framlenginguna. Keflvíkingurinn Hörður Axel Vilhjálmsson setti Íslandsmet með því að spila allar mínúturnar í leiknum. Það met verður líklega seint slegið en þetta var aðeins í annað sinn sem leikur er fjórframlengdur í efstu deild. Jesse Pellot-Rosa spilaði í 58 og hálfa mínútu fyrir Keflavík og skoraði 51 stig í leiknum. Var ótrúlegur en bugaður eftir leik. Hér að neðan má sjá fréttamyndskeið af leiknum ógleymanlega sem líklega er sá besti í íslenskri körfuboltasögu og sá besti að margra mati enda slíkur leikur ekki beint daglegt brauð.
Dominos-deild karla Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira