Körfubolti

Siggi Þorsteins: Hef enga löngun til þess að fara í sumarfrí

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Siggi Þorsteins var flottur í kvöld
Siggi Þorsteins var flottur í kvöld feykir.is
„Ég hef enga löngun til þess að fara í sumarfrí,“ sagði Sigurður Þorsteinsson aðspurður hvort hann væri tilbúinn til þess að fara í sumarfrí eftir sigur ÍR-inga á Njarðvík í útivelli.

 

Sigurður átti fínan leik í kvöld, skoraði 12 stig og tók 8 fráköst.

 

„Ég er sáttur með sigurinn. Hann var ekkert fallegur. Bæði lið voru að spila hörku vörn og þetta var svolítið skrýtinn leikur. Menn voru að missa boltann oft.“

 

Með tapi í kvöld hefðu ÍR-ingar farið í sumarfrí en í staðinn fara þeir aftur í Breiðholtið, á sinn heimavöll í þeirri von um að knýja fram oddaleik. Sigurður hefur átt flotta leiki hérna í Ljónagryfjunni á tímabilinu og hefur reynst Njarðvíkingum erfiður.

 

„Það er mjög fínt að spila hérna. Spilaði hérna líka með Keflavík og það var alltaf stemmning í því. Það er læti í stúkunni og þetta er lítið íþróttahúsi. Maður heyrir ekki í sjálfum sér og þannig á það að vera.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×