Handbolti

Sebastian samdi vísu um Atla Má Báruson

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Sebastian Alexanderssyni er margt til lista lagt.
Sebastian Alexanderssyni er margt til lista lagt. mynd/stöð 2 Sport
Haukar unnu frábæran tveggja marka sigur, 29-27, á Selfossi í 19. umferð Olís-deildar karla í handbolta og eru með þriggja stiga forskot á toppnum þegar að sex stig eru eftir í pottinum.

Sebastian Alexandersson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, fór yfir leikinn í þættinum á þriðjudagskvöldið á Stöð 2 Sport og hrósaði þar Atla Má Bárusyni fyrir að halda Haukunum gangandi þegar að sóknarleikur liðsins var ekki að ganga í seinni hálfleik.

„Það kom smá hikst á sóknarleikinn hjá Haukum þegar að Daníel var tekinn út af og þá var það bara Atli sem að leysti hnútinn. Ég hefði viljað sjá miklu betri hjálparvörn hjá Selfyssingum á hann því hann er svo erfiður þegar að hann fær að skjóta seint,“ sagði Sebastian.

„Hann er að skora mörkin oft á öðru tempói þegar að næsti varnarmaður hefur nægan tíma til þess að gera eitthvað,“ sagði Sebastian sem gerðist svo frægur að semja vísu um Atla eftir leikinn:

Þótt Atli Báru beri Haukanna merki

þá var það Læðan sem að skilaði góðu dagsverki

líklega var það sem að leikinn vann

að allir aðrir voru slakari en hann.

Sjá má nýjasta ljóðskáld Íslendinga frumsýna vísuna sína hér að neðan.

Klippa: Seinni bylgjan - Basti semur vísu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×