Golf

Reiður kylfingur skallaði andstæðing í gegnum rúðu | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það er hiti í mönnum í Suður-Afríku.
Það er hiti í mönnum í Suður-Afríku.

Það er ekki oft sem við sjáum myndbönd af ofbeldisfullum kylfingum en nú er eitt á fleygiferð um netheima.

Þetta tiltekna atvik átti sér stað í Suður-Afríku eftir innanfélagsmót hjá golfklúbbi þar í landi. Keppandi sem varð að sjá á eftir titlinum í hendur annars manns sakar meistarann um svindl á barnum eftir mót.Óhætt er að segja að klúbbmeistarinn hafi tekið þessum ásökunum illa því hann rýkur yfir til mannsins á inniskónum og er ekkert að eyða tímanum í vitleysu. Fer beint í að skalla hinn kylfinginn af slíkum krafti að sá fellur á rúðu og brýtur hana.

Það dugði þó ekki til því í kjölfarið lét hann höggin dynja á honum. Keppnisskapið í botni þarna alla leið á barinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.