Hatarar og heimsslitafræði Dagur Fannar Magnússon skrifar 12. mars 2019 11:48 Á síðustu dögum hafa ýmsar raddir gagnrýnt Hatara fyrir framgöngu sína. Meðal annars hefur klæðnaður hljómsveitarinnar verið gagnrýndur, boðskapur lagsins sem sumir telja hatursfullan og atriðið með skólabörnum sem sýnt var á RÚV fyrir flutning þeirra á laginu ,,Hatrið mun sigra” á lokakvöldi söngvakeppninnar. Síðan hafa sumir nefnt vers úr Biblíunni um kærleikann máli sínu til stuðnings, sem er gott og blessað. En Jesús talaði ekki einungis um kærleikann þrátt fyrir að hann hafi verið kjarninn í boðskap hans og það sama gildir um Pál postula og önnur rit í Biblíunni. Kærleikurinn, fyrirgefningin og siðferðisreglurnar sem fyrir okkur eru lagaðar eru til þess gerðar að við fáum bæði að kynnast Guðsríki í lifandi lífi og ganga þar inn í lok tímans. Jesús talar mikið um heimsendi og ekki nóg með það er heil bók í í Nýja testamentinu sem fjallar um hina síðustu tíma og lýsir þeim sem algjörum hörmungatímum áður en allt verður fullkomnað. Auk þess eru fleiri rit í Gamla testamentinu sem hafa að geyma heimslitafræðileg stef og spá fyrir um heimsendi. Fyrir mér lítur atriði Hatara út fyrir að vera túlka þessa síðustu og verstu tíma bæði með klæðnaði sínum, en svipaðan klæðnað má sjá í mörgum kvikmyndum sem fjalla um og tengjast heimsenda, líkt og The Matrix, Mad Max og jafnvel The Maze Runner sem er unglingamynd. Myndbandið með laginu sýnir sama yfirbragð og þessar heimsendamyndir þar sem áberandi er auðnin, klæðnaðurinn, drottnarar og aðrir sem lúta þeim. Í textanum er vonarneisti „rísið úr öskunni, sameinuð sem eitt”. Væri einhver kærleikur án vonar um eitthvað betra? Ég túlka það sem svo að Hatari sé með lagi sínu einfaldlega að benda heiminum á í hvað stefnir ef við höldum viðteknum hætti. Um það er hægt að lesa frekar í facebook pistli mínum ,,Vangaveltur guðfræðinemans fyrsta að Hatrið hefur sigrað í Eurovision”. Það er gott að Hatari nái að stuða fólk svona því að kannski fer það þá að hugsa með sér: „Nei, ég vil ekki að hatrið í heiminum sigri” og bregst þá ef til vill við með því að sína náunganum og jörðinni kærleika. Við verðum einfaldlega að horfast í augu við það að það er hatur og önnur illska í þessum heimi og stundum virðast þau illsku öfl einfaldlega vera að sigra. Lífið er ekki bara kærleikur, regnbogar og sykurfrauð. Við getum brugðist við því illa í heiminum með kærleika en við munum alltaf standa andspænis dauða, spillingu, annarri illsku og óréttlæti. Biblían segir okkur að í heiminum sé til illska en það er einmitt þá sem að við eigum von um að Guð standi með okkur í gegnum raunirnar. Í ritningunni má finna skilaboð til okkar um nær alla sammannlega þætti lífsins, þetta eru ekki bara textar um kærleikann. Atriði hatara bæði sviðsframkoma, búningar, lag og texti spila því stóran þátt í því að koma ákveðnum skilaboðum á framfæri. Ég er samt sem áður sannfærður um að þegar allt kemur til alls mun hatrið ekki sigra, það verður kærleikurinn. Nú í lokin mun ég kasta fram tveimur biblíu versum til þess að sína fram á nr.1 Jesús talaði ekki bara um kærleika, nr.2 það er óábyrgt að kasta fram bibilíu versum án þess að ræða það frekar. Þegar búið er að taka texta úr samhengi við umhverfi sitt og ekki búið að ræða þá neitt líta þeir hryllilega út. Það verður að ræða textana í sögulegu samhengi, bókmenntalegu samhengi og samhengi við heimsmynd þess tíma sem þeir eru skrifaðir inn í. Síðan er það önnur grein innan guðfræðinnar að túlka þetta inn í nútímann. Lúkas 12 51-53: Ætlið þér að ég sé kominn að færa frið á jörðu? Nei, segi ég yður, heldur sundurþykki. Upp frá þessu verða fimm í sama húsi sundurþykkir, þrír við tvo og tveir við þrjá, faðir við son og sonur við föður, móðir við dóttur og dóttir við móður, tengdamóðir við tengdadóttur sína og tengdadóttir við tengdamóður.“ Matteus 13.41-42: Mannssonurinn mun senda engla sína og þeir munu nema brott úr ríki hans allt sem leiðir í villu og alla er illt fremja og kasta þeim í eldsofninn. Þar verður grátur og gnístran tanna.Höfundur er Stud.Theol (Guðfræðinemi) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Hatrið sigrar ekki! Áslaug Einarsdóttir fjallar um framlag Íslands í Eurovision. 11. mars 2019 08:25 Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Á síðustu dögum hafa ýmsar raddir gagnrýnt Hatara fyrir framgöngu sína. Meðal annars hefur klæðnaður hljómsveitarinnar verið gagnrýndur, boðskapur lagsins sem sumir telja hatursfullan og atriðið með skólabörnum sem sýnt var á RÚV fyrir flutning þeirra á laginu ,,Hatrið mun sigra” á lokakvöldi söngvakeppninnar. Síðan hafa sumir nefnt vers úr Biblíunni um kærleikann máli sínu til stuðnings, sem er gott og blessað. En Jesús talaði ekki einungis um kærleikann þrátt fyrir að hann hafi verið kjarninn í boðskap hans og það sama gildir um Pál postula og önnur rit í Biblíunni. Kærleikurinn, fyrirgefningin og siðferðisreglurnar sem fyrir okkur eru lagaðar eru til þess gerðar að við fáum bæði að kynnast Guðsríki í lifandi lífi og ganga þar inn í lok tímans. Jesús talar mikið um heimsendi og ekki nóg með það er heil bók í í Nýja testamentinu sem fjallar um hina síðustu tíma og lýsir þeim sem algjörum hörmungatímum áður en allt verður fullkomnað. Auk þess eru fleiri rit í Gamla testamentinu sem hafa að geyma heimslitafræðileg stef og spá fyrir um heimsendi. Fyrir mér lítur atriði Hatara út fyrir að vera túlka þessa síðustu og verstu tíma bæði með klæðnaði sínum, en svipaðan klæðnað má sjá í mörgum kvikmyndum sem fjalla um og tengjast heimsenda, líkt og The Matrix, Mad Max og jafnvel The Maze Runner sem er unglingamynd. Myndbandið með laginu sýnir sama yfirbragð og þessar heimsendamyndir þar sem áberandi er auðnin, klæðnaðurinn, drottnarar og aðrir sem lúta þeim. Í textanum er vonarneisti „rísið úr öskunni, sameinuð sem eitt”. Væri einhver kærleikur án vonar um eitthvað betra? Ég túlka það sem svo að Hatari sé með lagi sínu einfaldlega að benda heiminum á í hvað stefnir ef við höldum viðteknum hætti. Um það er hægt að lesa frekar í facebook pistli mínum ,,Vangaveltur guðfræðinemans fyrsta að Hatrið hefur sigrað í Eurovision”. Það er gott að Hatari nái að stuða fólk svona því að kannski fer það þá að hugsa með sér: „Nei, ég vil ekki að hatrið í heiminum sigri” og bregst þá ef til vill við með því að sína náunganum og jörðinni kærleika. Við verðum einfaldlega að horfast í augu við það að það er hatur og önnur illska í þessum heimi og stundum virðast þau illsku öfl einfaldlega vera að sigra. Lífið er ekki bara kærleikur, regnbogar og sykurfrauð. Við getum brugðist við því illa í heiminum með kærleika en við munum alltaf standa andspænis dauða, spillingu, annarri illsku og óréttlæti. Biblían segir okkur að í heiminum sé til illska en það er einmitt þá sem að við eigum von um að Guð standi með okkur í gegnum raunirnar. Í ritningunni má finna skilaboð til okkar um nær alla sammannlega þætti lífsins, þetta eru ekki bara textar um kærleikann. Atriði hatara bæði sviðsframkoma, búningar, lag og texti spila því stóran þátt í því að koma ákveðnum skilaboðum á framfæri. Ég er samt sem áður sannfærður um að þegar allt kemur til alls mun hatrið ekki sigra, það verður kærleikurinn. Nú í lokin mun ég kasta fram tveimur biblíu versum til þess að sína fram á nr.1 Jesús talaði ekki bara um kærleika, nr.2 það er óábyrgt að kasta fram bibilíu versum án þess að ræða það frekar. Þegar búið er að taka texta úr samhengi við umhverfi sitt og ekki búið að ræða þá neitt líta þeir hryllilega út. Það verður að ræða textana í sögulegu samhengi, bókmenntalegu samhengi og samhengi við heimsmynd þess tíma sem þeir eru skrifaðir inn í. Síðan er það önnur grein innan guðfræðinnar að túlka þetta inn í nútímann. Lúkas 12 51-53: Ætlið þér að ég sé kominn að færa frið á jörðu? Nei, segi ég yður, heldur sundurþykki. Upp frá þessu verða fimm í sama húsi sundurþykkir, þrír við tvo og tveir við þrjá, faðir við son og sonur við föður, móðir við dóttur og dóttir við móður, tengdamóðir við tengdadóttur sína og tengdadóttir við tengdamóður.“ Matteus 13.41-42: Mannssonurinn mun senda engla sína og þeir munu nema brott úr ríki hans allt sem leiðir í villu og alla er illt fremja og kasta þeim í eldsofninn. Þar verður grátur og gnístran tanna.Höfundur er Stud.Theol (Guðfræðinemi)
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun