Körfubolti

„Áttuðum okkur ekki á því hvað önnur lið voru tilbúin að eyða á mánuði í liðin sín“

Árni Jóhannsson skrifar
Pétur heldur líklega áfram í Kópavogi.
Pétur heldur líklega áfram í Kópavogi. vísir/skjáskot

„Þetta eru lið sem eru á gerólíkum stað á þessum tímapunkti og þannig lagað lítið hægt að segja um þetta. Við erum nýskriðnir yfir tvítugt á meðan flestir af þeim eru að skríða í fertugt. Það er svolítill munur þar á,“ sagði þjálfari Breiðabliks um leikinn sem fram fór fyrr í kvöld í DHL höllinni þar sem hans menn lutu í gras fyrir margreyndum KR-ingum.

Pétur talaði því næst um að Breiðablik hafi ekki gert sér almennilega grein fyrir því hvernig þeir hefður þurft að koma inn í úrvalsdeildina en metnaðurinn hafi verið meiri en að falla beint niður.

„Það sem hægt er að taka neikvætt út úr þessu tímabili er náttúrlega að hafa fallið, væntingarnar voru meiri en það en á jákvæðu nótunum þá sjáum við hvað við þurfum að gera til að vera hérna í efstu deild. Við fórum kannski svolítið blautir á bakvið eyrun í þetta verkefni og gerðum okkur ekki grein fyrir því hvað aðrir voru tilbúnir að eyða í þetta á mánuði“.

Pétur var svo að lokum spurður að því hvað framtíðin bæri í skauti sér fyrir hann og hvort hann ætlaði að halda áfram með Blika eða halda á önnur mið.

„Það er kannski ekki í mínum höndum hvort ég haldi áfram hérna, það er stjórnin sem tekur þá ákvörðun. Ég er með tveggja ára samning og ég reikna með því að við höldum þessu starfi áfram þó svo að við höfum fallið þá eru þetta ekki gamlir leikmenn og ég held að árið 2020 verði þetta lið töluvert öflugra heldur en það er í dag. Það er einfaldlega út af því að þeir verða tveimur árum eldri og ég reyndar líka“.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.