Körfubolti

Brandon og Baldur fengu stærstu verðlaunin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brandon Rozzell.
Brandon Rozzell. Vísir/Bára

Deildarmeistarar Stjörnunnar áttu besta leikmanninn og Þórsarar besta þjálfarann þegar seinni umferð Domino´s deildar karla var gerð upp í kvöld. Deildarkeppninni lauk í gær og úrslitakeppnin hefst á fimmtudaginn kemur.

Domino's Körfuboltakvöld verðlaunaði í kvöld fyrir bestu frammistöðuna í seinni hluta Domino´s deildarinnar en verðlaunin voru kynnt í uppgjörsþætti lokaumferðar deildarinnar sem var á Stöð 2 Sport í kvöld.

Besti leikmaður seinni hlutans var Stjörnumaðurinn Brandon Rozzell en Stjarnan vann 10 af 11 leikjum sínum eftir að hann mætti um áramótin.

Brandon Rozzell var með 24,3 stig, 5,2 fráköst og 4,7 stoðsendingar að meðaltali í leik en hann skoraði 4,6 þrista að meðaltali í leik í seinni hlutanum og hitti úr 41 prósent skota sinna fyrir utan þriggja stiga línuna.

Besti þjálfari seinni hlutans var Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Þórs úr Þorlákshöfn en undir hans stjórn vann Þórsliðið 7 af 11 leikjum sínum í seinni hlutanum eftir að hafa unnið 5 af 11 leikjum sínum fyrir áramótin. Þórsliðið vann meðal annars KR og Tindastól eftir áramótin.

Stjarnan átti líka besta varnarmanninn í Ægi Þór Steinarssyni og besta sjötta manninn í Collin Anthony Pryor. Haukastrákurinn Hilmar Smári Henningsson var valinn besti ungi leikmaður seinni hluta Domino´s deildar.

Hvítu ljónin úr Njarðvík voru bestu stuðningsmenn seinni hluta Domino´s deildar og Davíð Tómas Tómasson var valinn besti dómarinn.

Fimm félög áttu leikmann í Geysis Úrvalsliði seinni hluta Domino´s deildar en með Brandon Rozzell voru Þórsarinn Nikolas Tomsick, Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson, Keflvíkingurinn Mindaugas Kacinas og ÍR-ingurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson.

Baldur Þór Ragnarsson. Vísir/Daníel

Verðlaun Domino's Körfuboltakvölds fyrir seinni hluta Domino´s deildar karla 2018-19:

Geysir Úrvalslið seinni hluta Domino´s deildar 2018/19
Nikolas Tomsick - Þór Þ
Elvar Már Friðriksson - Njarðvík
Brandon Rozzell - Stjarnan
Mindaugas Kacinas - Keflavík
Sigurður Gunnar Þorsteinsson - ÍR

Besti leikmaður seinni hluta Domino´s deildar 2018/19
Brandon Rozzell - Stjarnan
 
Besti varnarmaður seinni hluta Domino´s deildar 2018/19
Ægir Þór Steinarsson - Stjarnan
 
Besti ungi leikmaður seinni hluta Domino´s deildar 2018/19
Hilmar Smári Henningsson - Haukar
 
Besti þjálfari seinni hluta Domino´s deildar 2018/19
Baldur Þór Ragnarsson - Þór Þ
 
Besti dómari seinni hluta Domino´s deildar 2018/19
Davíð Tómas Tómasson
 
Bestu stuðningsmenn seinni hluta Domino´s deildar 2018/19
Hvítu ljónin - Njarðvík
 
Besti sjötti maður seinni hluta Domino´s deildar 2018/19
Collin Anthony Pryor - StjarnanAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.