Formúla 1

Besta keppni lífsins hjá Bottas

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Fyrsta mót ársins í Formúlu 1 fór fram í Ástralíu um helgina. Valtteri Bottas vann keppnina á Mercedes. Keppninni voru gerð góð skil á Stöð 2 Sport.

Aðstæður voru með því besta sem gerist í gær og Bottas ræsti nær fullkomlega og kom sér fram úr Lewis Hamilton sem byrjaði á ráspól.

Daniel Ricciardo lenti í veseni strax í upphafi sem á endanum kostaði hann þátttöku í keppninni.

Það réð enginn við hraða Bottas sem vann öruggan sigur á Albert Park brautinni. Hann átti erfitt með að finna orðin til þess að lýsa keppninni þegar hann kom í mark en sagði þó að þetta hefði verið besta keppni lífs hans.

Uppgjörsþáttinn má sjá hér fyrir neðan.


Klippa: Uppgjörsþáttur eftir ÁstralíuAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.