Domino´s-Körfuboltakvöld: Uppgjöf Grindavíkur í fjórða leikhluta Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. mars 2019 15:00 Leikurinn var skrítinn að mati Teits Örlygssonar. mynd/stöð 2 sport Grindavík var með pálmann í höndunum fyrir fjórða leikhlutann í leiknum á móti KR í Domino´s-deild karla á sunnudagskvöldið en tapaði samt leiknum eftir skelfilega frammistöðu í lokafjórðungnum. Heimamenn voru með 22 prósent skotnýtingu í fjórða leikhluta en þeir tóku ellefu þrista og hittu ekki einu sinni. Þeir tóku 61 prósent skota sinna í leikhlutanum fyrir utan þriggja stiga línuna þegar að vel gekk almennt að fara inn í teig. „Þetta verður til þess að Jordy Kuiper fær úr engu að moða. Hann er fimm af sex í teignum í leiknum en þeir bara leita ekki að honum. Þriggja stiga skotin sem þeir eru að taka eru líka svakalega léleg,“ sagði Hermann Hauksson, sérfræðingur Domino´s-Körfuboltakvölds, í þætti gærkvöldsins um frammistöðu Grindavíkur. „Þetta er rosalega skrítinn körfubolti sem Grindavík er að spila og leikurinn var líka skrítinn. Grindavík fékk fínar mínútur frá strákunum af bekknum en þeir bara koðnuðu algjörlega niður í fjórða leikhluta,“ sagði Teitur Örlygsson. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, gerði taktíska breytingu í seinni hálfleik og skipti um varnarmann á Lewis Clinch Jr. sem gat ekkert í seinni hálfleik og þá sérstaklega í fjórða leikhluta. „Brotalamirnar í leik Grindavíkur eru miklar því um leið og blæs á móti og þeir lenda á smá þröskuldi gerist eitthvað,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson og umsjónarmaður þáttarins, Kjartan Atli Kjartansson, greip boltann á lofti: „Þeir gefast upp!“ Alla umræðuna má sjá hér að neðan.Klippa: Dominos-Körfuboltakvöld - Grindavík brotnar Dominos-deild karla Tengdar fréttir Domino´s-Körfuboltakvöld: Óagaðir dómarar sem verða að slaka aðeins á Strákarnir í körfuboltakvöldi fóru yfir dóminn stóra sem að sneri stórleiknum í gærkvöldi. 5. mars 2019 10:30 Teitur um brotið í Hellinum: „Það verður ekkert gert í þessu“ Kevin Capers braut illa á Viðari Ágústssyni en sleppur með bann að mati Körfuboltakvölds. 5. mars 2019 12:00 Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira
Grindavík var með pálmann í höndunum fyrir fjórða leikhlutann í leiknum á móti KR í Domino´s-deild karla á sunnudagskvöldið en tapaði samt leiknum eftir skelfilega frammistöðu í lokafjórðungnum. Heimamenn voru með 22 prósent skotnýtingu í fjórða leikhluta en þeir tóku ellefu þrista og hittu ekki einu sinni. Þeir tóku 61 prósent skota sinna í leikhlutanum fyrir utan þriggja stiga línuna þegar að vel gekk almennt að fara inn í teig. „Þetta verður til þess að Jordy Kuiper fær úr engu að moða. Hann er fimm af sex í teignum í leiknum en þeir bara leita ekki að honum. Þriggja stiga skotin sem þeir eru að taka eru líka svakalega léleg,“ sagði Hermann Hauksson, sérfræðingur Domino´s-Körfuboltakvölds, í þætti gærkvöldsins um frammistöðu Grindavíkur. „Þetta er rosalega skrítinn körfubolti sem Grindavík er að spila og leikurinn var líka skrítinn. Grindavík fékk fínar mínútur frá strákunum af bekknum en þeir bara koðnuðu algjörlega niður í fjórða leikhluta,“ sagði Teitur Örlygsson. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, gerði taktíska breytingu í seinni hálfleik og skipti um varnarmann á Lewis Clinch Jr. sem gat ekkert í seinni hálfleik og þá sérstaklega í fjórða leikhluta. „Brotalamirnar í leik Grindavíkur eru miklar því um leið og blæs á móti og þeir lenda á smá þröskuldi gerist eitthvað,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson og umsjónarmaður þáttarins, Kjartan Atli Kjartansson, greip boltann á lofti: „Þeir gefast upp!“ Alla umræðuna má sjá hér að neðan.Klippa: Dominos-Körfuboltakvöld - Grindavík brotnar
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Domino´s-Körfuboltakvöld: Óagaðir dómarar sem verða að slaka aðeins á Strákarnir í körfuboltakvöldi fóru yfir dóminn stóra sem að sneri stórleiknum í gærkvöldi. 5. mars 2019 10:30 Teitur um brotið í Hellinum: „Það verður ekkert gert í þessu“ Kevin Capers braut illa á Viðari Ágústssyni en sleppur með bann að mati Körfuboltakvölds. 5. mars 2019 12:00 Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira
Domino´s-Körfuboltakvöld: Óagaðir dómarar sem verða að slaka aðeins á Strákarnir í körfuboltakvöldi fóru yfir dóminn stóra sem að sneri stórleiknum í gærkvöldi. 5. mars 2019 10:30
Teitur um brotið í Hellinum: „Það verður ekkert gert í þessu“ Kevin Capers braut illa á Viðari Ágústssyni en sleppur með bann að mati Körfuboltakvölds. 5. mars 2019 12:00