Körfubolti

Jóhann: Búið að blunda í mér í svolítinn tíma

Skúli Arnarson skrifar
Jóhann hættir eftir tímabilið
Jóhann hættir eftir tímabilið vísir/daníel
Jóhann Þór þjálfari Grindavíkur var að vonum glaður í leikslok að Ásvöllum eftir tíu stiga sigur á Haukum. Hann segir að Grindavík fari brattir inn í síðustu tvo leiki tímabilsins. 

„Ég er mjög sáttur með holninguna og frammistöðuna hjá liðinu. Við vorum mjög góðir varnarlega, erum oft að ströggla með ákvarðannatökur í sókn en meðan vörnin er góð þá sleppur þetta.Við nálguðumst þetta vel og náðum í góðan sigur í mikilvægum leik. Núna erum við búnir að koma okkur vel fyrir þó að það sé ekkert klárt. Við förum bara brattir inn í þessa tvo leiki sem eftir eru.” 

Grindavík á Stjörnuna í næsta leik. Jóhann segir að þeir ætli bara að láta vaða á það.

„Það var fullt af jákvæðum punktum sem við getum bætt ofaná í þessum leik. Við erum að fara í hörfkuleik við Stjörnuna á mánudaginn og látum bara vaða á það.”

Það var tilkynnt í gær að Jóhann myndi ekki vera þjálfari Grindavíkurliðsins á næsta tímabili. 

„Þetta er búið að blunda í sjálfum mér í svolítinn tíma. Ég tilkynnti þetta í lok febrúar og svo var bara tekin ákvörðun um það að gera þetta svona upp á framhaldið. Það auðveldar öllum undirbúninginn fyrir næsta tímabil og mér sýnist þetta bara fara vel í mannskapinn.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×