Golf

Valdís Þóra áfram í forystu í Ástralíu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Valdís Þóra Jónsdóttir er í stuði í Ástralíu.
Valdís Þóra Jónsdóttir er í stuði í Ástralíu. Getty/Mark Runnacles
Valdís Þóra Jónsdóttir er áfram í efsta sæti NSW Open-mótsins í golfi sem fram fer í Ástralíu en mótið er sameiginlegt verkefni evrópsku- og áströlsku mótaraðanna.

Valdís fór á kostum á fyrsta hring og spilaði á átta höggum undir pari vallarins en í nótt fór hún holurnar 18 á 70 höggum eða einu höggi undir pari og er því í heildina á níu höggum undir pari.

Hún bauð upp á líflegt skorkort á öðrum hring en hún fékk fjóra fugla, einn örn og fimm skolla og paraði aðeins átta brautir. Alltaf líf og fjör í kringum Skagamærina.

Eftir tvo hringi er Valdís með tveggja högga forystu á Þjóðverjann Karolin Lampert sem er sjö höggum undir pari vallarins en þær Lynn Carlsson frá Svíþjóð og Meghan Maclaren frá Englandi eru þar á eftir á sex höggum undir pari.

Staðan í mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×