Golf

Valdís Þóra áfram í forystu í Ástralíu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Valdís Þóra Jónsdóttir er í stuði í Ástralíu.
Valdís Þóra Jónsdóttir er í stuði í Ástralíu. Getty/Mark Runnacles

Valdís Þóra Jónsdóttir er áfram í efsta sæti NSW Open-mótsins í golfi sem fram fer í Ástralíu en mótið er sameiginlegt verkefni evrópsku- og áströlsku mótaraðanna.

Valdís fór á kostum á fyrsta hring og spilaði á átta höggum undir pari vallarins en í nótt fór hún holurnar 18 á 70 höggum eða einu höggi undir pari og er því í heildina á níu höggum undir pari.

Hún bauð upp á líflegt skorkort á öðrum hring en hún fékk fjóra fugla, einn örn og fimm skolla og paraði aðeins átta brautir. Alltaf líf og fjör í kringum Skagamærina.

Eftir tvo hringi er Valdís með tveggja högga forystu á Þjóðverjann Karolin Lampert sem er sjö höggum undir pari vallarins en þær Lynn Carlsson frá Svíþjóð og Meghan Maclaren frá Englandi eru þar á eftir á sex höggum undir pari.

Staðan í mótinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.