Hvar eru Sólveig Anna, Ragnar Þór og Vilhjálmur nú? Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar 27. febrúar 2019 13:17 Ráðherra dómsmála leggur til breytingar á meðlagsgreiðslum. Hrefna Friðriksdóttir, lagaprófessor við Háskóla Íslands, hefur verið henni innanhandar um smíði þessa frumvarps sem nú er til umsagnar. Fari frumvarpið í gegnum þingið stefnir í fjöldagjaldþrot meðlagsgreiðenda. Ekki er ástandið gott fyrir. Margir meðlagsgreiðendur standa í skuld við sveitarfélögin. Hrefna Friðriksdóttir leggur til að framfærslan reiknist 75 þúsund krónur á barn sem deilist milli foreldra. Eftir því sem tekjur foreldra hækka er hugmyndin að hækka framfærslueyrinn. Sem sagt mismunun á milli barna eftir fjárhag. Hversu skammarlegt er það. Er dýrarar að sjá fyrir barni þegar tekjurnar hækka, passar það? Framfærsla barnanna á að vera vísitölutryggð sem þýðir að hún hækkar jafnt og þétt en launin eru ekki bundin vísitölu. Hvar endar slíkt? Öllum er ljóst að meðlagsgreiðendur munu lenda í vandræðum. Meðlagsgreiðsla á líka að vera háð umgegni við barnið af hálfu meðlagsgreiðenda. Hér færir Hrefna lögheimilisforeldri vopn til tálmunar í fjárhagsskyni. Tálmun er nú þegar notuð til að knýja fram viðbótar greiðslur við það sem löggjafinn kveður á um. Margir meðlagsgreiðendur mega sætta sig við tálmun eða greiðslu. Tillagan er galin. Að nokkrum manni detti í hug að setja svona fram er með ólíkindum. Á móti má spyrja Hrefnu hvort henni finnist ekki í lagi að fella niður meðlag þegar tálmum er beitt eða meðlagsgreiðandi fær ekki að hitta barn sitt af öðrum ástæðum. Hér skal tekið fram að ekki er verið að ræða þegar foreldri beitir barn sitt ofbeldi af nokkru tagi. Verkalýðsleiðtogarnir sem hafa sig nú mest frammi hafa ekki látið heyra frá sér um málið. Með vissu má segja að þetta skipti máli fyrir marga félagsmenn þeirra. Mér er spurn ætlar verkalýðsforystan að láta sem ekkert sé? Greinarhöfundur hefur sent tölvupóst á verkalýðsfélögin sem þessir forystusauðir tilheyra til að vekja athygli þeirra á málinu. Hvet verkalýðsfélögin að tjá sig um málið, afkoma félagsmanna ykkar er undir.Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Sjá meira
Ráðherra dómsmála leggur til breytingar á meðlagsgreiðslum. Hrefna Friðriksdóttir, lagaprófessor við Háskóla Íslands, hefur verið henni innanhandar um smíði þessa frumvarps sem nú er til umsagnar. Fari frumvarpið í gegnum þingið stefnir í fjöldagjaldþrot meðlagsgreiðenda. Ekki er ástandið gott fyrir. Margir meðlagsgreiðendur standa í skuld við sveitarfélögin. Hrefna Friðriksdóttir leggur til að framfærslan reiknist 75 þúsund krónur á barn sem deilist milli foreldra. Eftir því sem tekjur foreldra hækka er hugmyndin að hækka framfærslueyrinn. Sem sagt mismunun á milli barna eftir fjárhag. Hversu skammarlegt er það. Er dýrarar að sjá fyrir barni þegar tekjurnar hækka, passar það? Framfærsla barnanna á að vera vísitölutryggð sem þýðir að hún hækkar jafnt og þétt en launin eru ekki bundin vísitölu. Hvar endar slíkt? Öllum er ljóst að meðlagsgreiðendur munu lenda í vandræðum. Meðlagsgreiðsla á líka að vera háð umgegni við barnið af hálfu meðlagsgreiðenda. Hér færir Hrefna lögheimilisforeldri vopn til tálmunar í fjárhagsskyni. Tálmun er nú þegar notuð til að knýja fram viðbótar greiðslur við það sem löggjafinn kveður á um. Margir meðlagsgreiðendur mega sætta sig við tálmun eða greiðslu. Tillagan er galin. Að nokkrum manni detti í hug að setja svona fram er með ólíkindum. Á móti má spyrja Hrefnu hvort henni finnist ekki í lagi að fella niður meðlag þegar tálmum er beitt eða meðlagsgreiðandi fær ekki að hitta barn sitt af öðrum ástæðum. Hér skal tekið fram að ekki er verið að ræða þegar foreldri beitir barn sitt ofbeldi af nokkru tagi. Verkalýðsleiðtogarnir sem hafa sig nú mest frammi hafa ekki látið heyra frá sér um málið. Með vissu má segja að þetta skipti máli fyrir marga félagsmenn þeirra. Mér er spurn ætlar verkalýðsforystan að láta sem ekkert sé? Greinarhöfundur hefur sent tölvupóst á verkalýðsfélögin sem þessir forystusauðir tilheyra til að vekja athygli þeirra á málinu. Hvet verkalýðsfélögin að tjá sig um málið, afkoma félagsmanna ykkar er undir.Höfundur er grunnskólakennari.