Sigursælustu liðin mætast Hjörvar Ólafsson skrifar 14. febrúar 2019 15:00 Fulltrúar liðanna fjögurra í undanúrslitum Geysisbikars karla. Frá vinstri: Tómas Þórður Hilmarsson (Stjörnunni), Kristófer Acox (KR), Jeb Ivey (Njarðvík) og Sigurður Gunnar Þorsteinsson (ÍR). Mynd/KKÍ KR og Njarðvík eru sigursælustu félögin í bikarkeppninni, en KR-ingar hafa lyft bikarnum 12 sinnum, síðast árið 2017, og Njarðvík átta sinnum, síðast árið 2005. Stjarnan hefur hins vegar átt góðu gengi að fagna í keppninni undanfarinn áratug, en liðið hefur orðið bikarmeistari þrisvar sinnum á síðustu tíu árum. Fyrst árið 2009, síðan árið 2012 og loks árið 2015. ÍR státar svo af tveimur bikarmeistaratitlum (2001 og 2007).Mynd/KKÍStjarnan mætir til leiks með gott gengi liðsins eftir síðustu þrjá mánuði tæpa í farteskinu. Síðan liðið tapaði fyrir Njarðvík um miðjan nóvember á síðasta ári hefur það farið með sigur af hólmi í tíu leikjum í röð. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, ítrekaði það hins vegar í samtali við Fréttablaðið að tölfræði, saga og fyrri afrek myndu ekki hjálpa liðinu á nokkurn hátt í leiknum gegn ÍR í dag. „Stjörnunni hefur vissulega gengið vel í bikarkeppni undanfarin ár og það hefur verið flottur bragur á okkar undanfarið. Það gefur okkur hins vegar ekkert forskot þegar út í þennan leik er komið. Við þurfum að eiga góðan dag til þess að fara í úrslitaleikinn sem er að sjálfsögðu stefnan. Við breytum engu í okkar rútínu frá hefðbundnum deildarleik sem er í mjög föstum skorðum. Það þarf andlegan og líkamlegan styrk til þess að vinna svona leik og ég tel okkur hafa það í okkar vopnabúri,“ segir Arnar. Borche Ilievski, þjálfari ÍR, sem hefur háð nokkrar rimmur við Arnar og Stjörnumenn á leiktíðinni hefur hins vegar verið að glíma við það að þó nokkur meiðsli hafa verið í leikmannhópi liðsins í vetur. Af þeim sökum hefur ekki náðst mikill stöðugleiki í spilamennsku liðsins. „Leikmenn sem hafa verið meiddir í vetur eru að skríða saman og leikurinn við Val á dögunum er sá fyrsti þar sem við erum með alla þá leikmenn sem við viljum stilla upp heilum á sama tíma. Við erum með sterkt lið sem er til alls líklegt ef allir leikmenn hitta á góðan leik. Það verður að gerast ef við ætlum að leggja sterkt lið Stjörnunnar að velli,“ sagði Borche.Mynd/KKÍNjarðvík og KR hafa marga hildina háð í gegnum tíðina og það eru margar fallegar sögur og tengingar á milli liðanna. Leikmenn liðanna, sem eru margir hverjir afar reynslumiklir, hafa mætt hvorir öðrum margoft á körfuboltavellinum og það verður líklega fátt sem mun koma á óvart í leik liðanna í kvöld. „Leikmenn og þjálfarar þessara liða þekkjast mjög vel og til dæmis hafa Logi Gunnarsson og Jón Arnór Stefánsson bæði mæst og leikið saman í landsliðinu í fjölda mörg ár. Jeb Ivey var leikmaðu Inga Þórs Steinþórssonar [þjálfara KR] þegar Snæfell varð Íslandsmeistari og fleira og fleira. Við erum með mjög sterkt lið á pappírnum og frammistaða liðsins hefur verið mjög góð heilt yfir í vetur. Mér finnst þetta lið jafn sterkt og mögulega sterkara en það sem var sigursælt undir minni stjórn síðast þegar liðið vann titla. Við þurfum hins vegar að standa okkur á ögurstundu til þess að geta borið okkur saman við það lið,“ segir Einar Árni Jóhannesson, þjálfari Njarðvíkur. Góðvinur hans Ingi Þór, sem er við stjórnvölinn hjá KR, hefur í þó nokkur skipti farið með lið í Laugardalshöllina í undanúrslit og úrslit í bikarkeppni. Hann segir þetta alltaf jafn skemmtilegt og hlakkar til . „Við erum staðráðnir í að fara alla leið og vinna bikarinn, en til þess þurfum við að byrja á að vinna sterkt lið Njarðvíkur. Þeir fóru illa með okkur í deildarleik á dögunum og ég er búinn að liggja yfir þeim leik til þess að átta mig á því hvað fór úrskeiðis. Við munum breyta nálgun okkar í kvöld frá þeim leik, en það kemur svo í ljós hvort sú áherslubreyting dugar til sigurs,“ segir Ingi Þór um kvöldið. Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild karla Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
KR og Njarðvík eru sigursælustu félögin í bikarkeppninni, en KR-ingar hafa lyft bikarnum 12 sinnum, síðast árið 2017, og Njarðvík átta sinnum, síðast árið 2005. Stjarnan hefur hins vegar átt góðu gengi að fagna í keppninni undanfarinn áratug, en liðið hefur orðið bikarmeistari þrisvar sinnum á síðustu tíu árum. Fyrst árið 2009, síðan árið 2012 og loks árið 2015. ÍR státar svo af tveimur bikarmeistaratitlum (2001 og 2007).Mynd/KKÍStjarnan mætir til leiks með gott gengi liðsins eftir síðustu þrjá mánuði tæpa í farteskinu. Síðan liðið tapaði fyrir Njarðvík um miðjan nóvember á síðasta ári hefur það farið með sigur af hólmi í tíu leikjum í röð. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, ítrekaði það hins vegar í samtali við Fréttablaðið að tölfræði, saga og fyrri afrek myndu ekki hjálpa liðinu á nokkurn hátt í leiknum gegn ÍR í dag. „Stjörnunni hefur vissulega gengið vel í bikarkeppni undanfarin ár og það hefur verið flottur bragur á okkar undanfarið. Það gefur okkur hins vegar ekkert forskot þegar út í þennan leik er komið. Við þurfum að eiga góðan dag til þess að fara í úrslitaleikinn sem er að sjálfsögðu stefnan. Við breytum engu í okkar rútínu frá hefðbundnum deildarleik sem er í mjög föstum skorðum. Það þarf andlegan og líkamlegan styrk til þess að vinna svona leik og ég tel okkur hafa það í okkar vopnabúri,“ segir Arnar. Borche Ilievski, þjálfari ÍR, sem hefur háð nokkrar rimmur við Arnar og Stjörnumenn á leiktíðinni hefur hins vegar verið að glíma við það að þó nokkur meiðsli hafa verið í leikmannhópi liðsins í vetur. Af þeim sökum hefur ekki náðst mikill stöðugleiki í spilamennsku liðsins. „Leikmenn sem hafa verið meiddir í vetur eru að skríða saman og leikurinn við Val á dögunum er sá fyrsti þar sem við erum með alla þá leikmenn sem við viljum stilla upp heilum á sama tíma. Við erum með sterkt lið sem er til alls líklegt ef allir leikmenn hitta á góðan leik. Það verður að gerast ef við ætlum að leggja sterkt lið Stjörnunnar að velli,“ sagði Borche.Mynd/KKÍNjarðvík og KR hafa marga hildina háð í gegnum tíðina og það eru margar fallegar sögur og tengingar á milli liðanna. Leikmenn liðanna, sem eru margir hverjir afar reynslumiklir, hafa mætt hvorir öðrum margoft á körfuboltavellinum og það verður líklega fátt sem mun koma á óvart í leik liðanna í kvöld. „Leikmenn og þjálfarar þessara liða þekkjast mjög vel og til dæmis hafa Logi Gunnarsson og Jón Arnór Stefánsson bæði mæst og leikið saman í landsliðinu í fjölda mörg ár. Jeb Ivey var leikmaðu Inga Þórs Steinþórssonar [þjálfara KR] þegar Snæfell varð Íslandsmeistari og fleira og fleira. Við erum með mjög sterkt lið á pappírnum og frammistaða liðsins hefur verið mjög góð heilt yfir í vetur. Mér finnst þetta lið jafn sterkt og mögulega sterkara en það sem var sigursælt undir minni stjórn síðast þegar liðið vann titla. Við þurfum hins vegar að standa okkur á ögurstundu til þess að geta borið okkur saman við það lið,“ segir Einar Árni Jóhannesson, þjálfari Njarðvíkur. Góðvinur hans Ingi Þór, sem er við stjórnvölinn hjá KR, hefur í þó nokkur skipti farið með lið í Laugardalshöllina í undanúrslit og úrslit í bikarkeppni. Hann segir þetta alltaf jafn skemmtilegt og hlakkar til . „Við erum staðráðnir í að fara alla leið og vinna bikarinn, en til þess þurfum við að byrja á að vinna sterkt lið Njarðvíkur. Þeir fóru illa með okkur í deildarleik á dögunum og ég er búinn að liggja yfir þeim leik til þess að átta mig á því hvað fór úrskeiðis. Við munum breyta nálgun okkar í kvöld frá þeim leik, en það kemur svo í ljós hvort sú áherslubreyting dugar til sigurs,“ segir Ingi Þór um kvöldið.
Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild karla Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira