Handbolti

Valur í undanúrslit eftir sjö marka sigur á Selfossi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Valsmenn eru komnir í undanúrslit.
Valsmenn eru komnir í undanúrslit. vísir/bára

Valur verður á meðal liða sem spilar um Coca-Cola bikarinn í handbolta í Laugardalshöll í næsta mánuði eftir að hafa unnið Selfoss á Selfossi í kvöld, 31-24.

Valsmenn tóku forystuna strax frá upphafi leiksins en staðan eftir stundarfjórðung var 5-5. Gestirnir voru þó ávallt skrefi á undan og náðu góðum kafla fyrir lok fyrri hálfleiks. Þeir leiddu í hálfleik, 13-9.

Áfram héldu Valsmenn forystunni í síðari hálfleik. Þegar heimamenn voru að nálgast stigu gestirnir af Hlíðarenda aftur á bensíngjöfina og unnu að endingu með sjö mörkum, 31-24.

Valur er því komið í undanúrslitin, úrslitahelgina í Laugardalshöllinni sem fer fram í mars, en það ræðst svo á morgun hvaða þrjú lið fylgja Val í undanúrslitin.

Anton Rúnarsson var markahæstur hjá Val með átta mörk en Magnús Óli Magnússon var næstur með sjö mörk. Daníel Freyr Andrésson varði vel í markinu.

Haukur Þrastarson skoraði sjö mörk í liði heimamanna og hornamennirnir Hergeir Grímsson og Guðjón Baldur Ómarsson komu næstir með fjögur mörk.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.