Birting dóma þegar þolendur eru börn Salvör Nordal skrifar 19. febrúar 2019 07:00 Umboðsmaður barna hefur á síðustu árum ítrekað vakið máls á því hvernig birtingu dóma sem varða börn er háttað. Sérstaklega hefur verið bent á að dómar þar sem börn eru þolendur t.d. í kynferðisafbrotamálum gangi oft nærri friðhelgi barna og persónuvernd með nákvæmum atvikalýsingum, ítarlegum lýsingum á líðan barna eða að vitnað sé beint í viðkvæmar upplýsingar sem fram hafa komið í viðtölum sálfræðinga eða sérfræðinga Barnahúss við börn. Þrátt fyrir að nafnleyndar eigi að gæta hefur nafnhreinsun ekki alltaf verið sem skyldi og einnig vandkvæðum bundið að tryggja brotaþolum persónuvernd og friðhelgi einkalífs, þrátt fyrir nafnleynd, t.d. í málum sem tengjast fámennum sveitarfélögum. Þann 30. maí á síðasta ári héldu umboðsmaður barna og dómstólasýslan fund með fulltrúum réttarvörslukerfisins og helstu stofnunum og félagasamtökum sem gæta hagsmuna barna. Á fundinum var farið yfir reglur um birtingu dóma og framkvæmdina hér á landi og annars staðar á Norðurlöndum en ljóst er að mun lengra er gengið hér á landi þegar dómar eru birtir en í nágrannalöndunum. Einnig voru rædd raunveruleg dæmi og upplýsingar úr dómum sem varða börn og greindi meðal annars ungur þolandi kynferðisafbrots frá reynslu sinni í þessum efnum. Ljóst er af þessum dæmum að birting nákvæmra atvikalýsinga í dómum geta valdið börnum miklum sársauka og endurteknum áföllum. Umræðunni á fundinum var ætlað að vera mikilvægt innlegg í þá vinnu sem dómstólasýslan hefur haft með höndum um að samræma reglur við birtingu dóma og gæta hagsmuna barna. Liður í þessari vinnu var að treysta lagagrunn slíkra reglna og kynnti dómsmálaráðherra í því skyni í haust frumvarp til laga um breytingu á lögum um dómstóla og lögum um meðferð sakamála (birting dóma og myndatökur í dómhúsum) sem meðal annars sneri að því að tryggja friðhelgi barna og persónuvernd við birtingu dóma. Nú hefur verið ákveðið að taka málið af málaskrá Alþingis í ár og mun því enn frekar dragast að mikilvæg vernd barna verði tryggð. Umrætt frumvarp varðaði fleiri þætti en vernd barna og vöktu þeir þættir talsverða umræðu sem umboðsmaður barna tekur ekki afstöðu til. Aftur á móti áréttar embættið mikilvægi þess að dómstólar breyti því verklagi sem hér hefur tíðkast um árabil og hefur valdið börnum miklum sársauka enda kveður Barnasáttmálinn á um að það sem barni er fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar stofnanir, dómstólar, stjórnvöld og löggjafarstofnanir gera ráðstafanir sem varða börn. Embættið skorar því á dómsmálaráðherra að endurskoða umrædda ákvörðun og leggja fram frumvarp á Alþingi sem hefur þann megintilgang að tryggja hagsmuni barna og vernd þeirra gegn birtingu viðkvæmra og persónugreinanlegra upplýsinga úr dómsmálum.Höfundur er umboðsmaður barna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Félagsmál Salvör Nordal Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Sjá meira
Umboðsmaður barna hefur á síðustu árum ítrekað vakið máls á því hvernig birtingu dóma sem varða börn er háttað. Sérstaklega hefur verið bent á að dómar þar sem börn eru þolendur t.d. í kynferðisafbrotamálum gangi oft nærri friðhelgi barna og persónuvernd með nákvæmum atvikalýsingum, ítarlegum lýsingum á líðan barna eða að vitnað sé beint í viðkvæmar upplýsingar sem fram hafa komið í viðtölum sálfræðinga eða sérfræðinga Barnahúss við börn. Þrátt fyrir að nafnleyndar eigi að gæta hefur nafnhreinsun ekki alltaf verið sem skyldi og einnig vandkvæðum bundið að tryggja brotaþolum persónuvernd og friðhelgi einkalífs, þrátt fyrir nafnleynd, t.d. í málum sem tengjast fámennum sveitarfélögum. Þann 30. maí á síðasta ári héldu umboðsmaður barna og dómstólasýslan fund með fulltrúum réttarvörslukerfisins og helstu stofnunum og félagasamtökum sem gæta hagsmuna barna. Á fundinum var farið yfir reglur um birtingu dóma og framkvæmdina hér á landi og annars staðar á Norðurlöndum en ljóst er að mun lengra er gengið hér á landi þegar dómar eru birtir en í nágrannalöndunum. Einnig voru rædd raunveruleg dæmi og upplýsingar úr dómum sem varða börn og greindi meðal annars ungur þolandi kynferðisafbrots frá reynslu sinni í þessum efnum. Ljóst er af þessum dæmum að birting nákvæmra atvikalýsinga í dómum geta valdið börnum miklum sársauka og endurteknum áföllum. Umræðunni á fundinum var ætlað að vera mikilvægt innlegg í þá vinnu sem dómstólasýslan hefur haft með höndum um að samræma reglur við birtingu dóma og gæta hagsmuna barna. Liður í þessari vinnu var að treysta lagagrunn slíkra reglna og kynnti dómsmálaráðherra í því skyni í haust frumvarp til laga um breytingu á lögum um dómstóla og lögum um meðferð sakamála (birting dóma og myndatökur í dómhúsum) sem meðal annars sneri að því að tryggja friðhelgi barna og persónuvernd við birtingu dóma. Nú hefur verið ákveðið að taka málið af málaskrá Alþingis í ár og mun því enn frekar dragast að mikilvæg vernd barna verði tryggð. Umrætt frumvarp varðaði fleiri þætti en vernd barna og vöktu þeir þættir talsverða umræðu sem umboðsmaður barna tekur ekki afstöðu til. Aftur á móti áréttar embættið mikilvægi þess að dómstólar breyti því verklagi sem hér hefur tíðkast um árabil og hefur valdið börnum miklum sársauka enda kveður Barnasáttmálinn á um að það sem barni er fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar stofnanir, dómstólar, stjórnvöld og löggjafarstofnanir gera ráðstafanir sem varða börn. Embættið skorar því á dómsmálaráðherra að endurskoða umrædda ákvörðun og leggja fram frumvarp á Alþingi sem hefur þann megintilgang að tryggja hagsmuni barna og vernd þeirra gegn birtingu viðkvæmra og persónugreinanlegra upplýsinga úr dómsmálum.Höfundur er umboðsmaður barna
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar