Gulleyjan Hörður Ægisson skrifar 1. febrúar 2019 07:00 Stundum er sagt að Íslendingar hafi lítið lært af fjármálahruninu 2008. Slíkar fullyrðingar, sem virðast yfirleitt byggja á óljósum tilfinningum fólks, stangast hins vegar oftar en ekki á við raunveruleikann – sem betur fer. Einn helsti lærdómurinn af gjaldeyris- og bankakreppunni, að minnsta kosti í efnahagslegu tilliti, er sá að fyrir lítið, opið hagkerfi eins og Ísland skiptir öllu að viðhalda jafnvægi á greiðslujöfnuði þjóðarbúsins við útlönd. Aldrei aftur megum við komast í þá stöðu að hagkerfið verði rekið með blússandi viðskiptahalla ár eftir ár. Þá fyrst er ástæða til að hafa áhyggjur af harðri lendingu. Óhætt er að segja að algjör umskipti hafi orðið til hins betra í þessum efnum á skömmum tíma. Viðskiptaafgangur hefur verið mikill og viðvarandi síðustu ár, jafnvel samhliða miklum hagvexti og hækkandi raungengi, og aldrei mælst meiri á lýðveldistímanum. Þrátt fyrir góðæri hafa Íslendingar með öðrum orðum ekki verið að eyða um efni fram. Þjóðhagslegur sparnaður, sem er ávallt birtingarmynd viðskiptaafgangs, er enn í hæstu hæðum. Fátt er í kortunum um að á þessu verði breyting á komandi árum. Þessi efnahagsþróun hefur valdið því að hrein erlend staða þjóðarbúsins hefur farið ört batnandi og er nú orðin ein sú besta í Evrópu. Staðan var jákvæð um 370 milljarða í september 2018, eða sem nemur 13,3 prósentum af landsframleiðslu, en aðeins sex ríki í Evrópusambandinu skora betur en Ísland á þann mælikvarða, eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær. Ísland er komið í hóp með ríkjum á borð við Þýskaland, Holland, Lúxemborg og Svíþjóð í stað þess að verma botninn ásamt ríkjum í Suður-Evrópu. Litið nokkur ár aftur í tímann, þegar raunverulegar áhyggjur voru fyrir hendi um sjálfbærni skuldastöðunnar ef illa færi við losun fjármagnshafta, þá er þessi árangur um margt ótrúlegur. Þetta gerðist ekki af sjálfu sér. Stöðugleikaskilyrði stjórnvalda og vel heppnuð áætlun um afnám hafta, þar sem kröfuhafar framseldu innlendar eignir að jafnvirði meira en 500 milljarða endurgjaldslaust til ríkisins, skipti sköpum. Ekkert er því til fyrirstöðu, með skynsamlegri hagstjórn og stöðugleika á vinnumarkaði, að staða þjóðarbúsins styrkist enn frekar á næstu árum. Hvaða þýðingu hefur það að Ísland hafi breyst frá því að vera fjármagnsinnflytjandi með viðvarandi viðskiptahalla, líkt og 1945 til 2008, og til þess að vera fjármagnsútflytjandi með viðskiptaafgang? Ásgeir Jónsson hagfræðingur hefur bent á að sökum þessa ætti jafnvægisgengið að geta verið hærra en ella og langtímavextir farið lækkandi sem hefur einnig þau áhrif að við fáum til okkar vaxtatekjur frá útlendingum í stað þess að við séum að greiða vexti út úr landinu. Niðurstaðan er meiri kaupmáttur almennings. Sögulega séð hefur fylgifiskur uppsveiflna á Íslandi iðulega verið mikill viðskiptahalli sem hefur síðan að lokum framkallað gengisfall og verðbólgu. Aðeins meiriháttar stórslys, sem yrði þá vegna heimatilbúinna aðgerða, gæti leitt til sömu niðurstöðu í þetta sinn nú þegar hagkerfið er tekið að kólna. Sterkar stoðir þjóðarbúsins þýða að erfitt er að sjá fyrir sér atburðarás þar sem krónan mun gefa verulega eftir. Kjarasamningar um innstæðulausar tugprósenta launahækkanir, sem hefðu þær fyrirsjáanlegu afleiðingar að viðskiptaafgangurinn myndi snúast í halla innan fárra ára, gætu hins vegar ógnað þessari stöðu. Það er því alls ekki útilokað að okkur takist að klúðra þessu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að grafa undan trúverðugleika ákæruvaldsins Almar Þ. Möller Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Stundum er sagt að Íslendingar hafi lítið lært af fjármálahruninu 2008. Slíkar fullyrðingar, sem virðast yfirleitt byggja á óljósum tilfinningum fólks, stangast hins vegar oftar en ekki á við raunveruleikann – sem betur fer. Einn helsti lærdómurinn af gjaldeyris- og bankakreppunni, að minnsta kosti í efnahagslegu tilliti, er sá að fyrir lítið, opið hagkerfi eins og Ísland skiptir öllu að viðhalda jafnvægi á greiðslujöfnuði þjóðarbúsins við útlönd. Aldrei aftur megum við komast í þá stöðu að hagkerfið verði rekið með blússandi viðskiptahalla ár eftir ár. Þá fyrst er ástæða til að hafa áhyggjur af harðri lendingu. Óhætt er að segja að algjör umskipti hafi orðið til hins betra í þessum efnum á skömmum tíma. Viðskiptaafgangur hefur verið mikill og viðvarandi síðustu ár, jafnvel samhliða miklum hagvexti og hækkandi raungengi, og aldrei mælst meiri á lýðveldistímanum. Þrátt fyrir góðæri hafa Íslendingar með öðrum orðum ekki verið að eyða um efni fram. Þjóðhagslegur sparnaður, sem er ávallt birtingarmynd viðskiptaafgangs, er enn í hæstu hæðum. Fátt er í kortunum um að á þessu verði breyting á komandi árum. Þessi efnahagsþróun hefur valdið því að hrein erlend staða þjóðarbúsins hefur farið ört batnandi og er nú orðin ein sú besta í Evrópu. Staðan var jákvæð um 370 milljarða í september 2018, eða sem nemur 13,3 prósentum af landsframleiðslu, en aðeins sex ríki í Evrópusambandinu skora betur en Ísland á þann mælikvarða, eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær. Ísland er komið í hóp með ríkjum á borð við Þýskaland, Holland, Lúxemborg og Svíþjóð í stað þess að verma botninn ásamt ríkjum í Suður-Evrópu. Litið nokkur ár aftur í tímann, þegar raunverulegar áhyggjur voru fyrir hendi um sjálfbærni skuldastöðunnar ef illa færi við losun fjármagnshafta, þá er þessi árangur um margt ótrúlegur. Þetta gerðist ekki af sjálfu sér. Stöðugleikaskilyrði stjórnvalda og vel heppnuð áætlun um afnám hafta, þar sem kröfuhafar framseldu innlendar eignir að jafnvirði meira en 500 milljarða endurgjaldslaust til ríkisins, skipti sköpum. Ekkert er því til fyrirstöðu, með skynsamlegri hagstjórn og stöðugleika á vinnumarkaði, að staða þjóðarbúsins styrkist enn frekar á næstu árum. Hvaða þýðingu hefur það að Ísland hafi breyst frá því að vera fjármagnsinnflytjandi með viðvarandi viðskiptahalla, líkt og 1945 til 2008, og til þess að vera fjármagnsútflytjandi með viðskiptaafgang? Ásgeir Jónsson hagfræðingur hefur bent á að sökum þessa ætti jafnvægisgengið að geta verið hærra en ella og langtímavextir farið lækkandi sem hefur einnig þau áhrif að við fáum til okkar vaxtatekjur frá útlendingum í stað þess að við séum að greiða vexti út úr landinu. Niðurstaðan er meiri kaupmáttur almennings. Sögulega séð hefur fylgifiskur uppsveiflna á Íslandi iðulega verið mikill viðskiptahalli sem hefur síðan að lokum framkallað gengisfall og verðbólgu. Aðeins meiriháttar stórslys, sem yrði þá vegna heimatilbúinna aðgerða, gæti leitt til sömu niðurstöðu í þetta sinn nú þegar hagkerfið er tekið að kólna. Sterkar stoðir þjóðarbúsins þýða að erfitt er að sjá fyrir sér atburðarás þar sem krónan mun gefa verulega eftir. Kjarasamningar um innstæðulausar tugprósenta launahækkanir, sem hefðu þær fyrirsjáanlegu afleiðingar að viðskiptaafgangurinn myndi snúast í halla innan fárra ára, gætu hins vegar ógnað þessari stöðu. Það er því alls ekki útilokað að okkur takist að klúðra þessu.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar