Gulleyjan Hörður Ægisson skrifar 1. febrúar 2019 07:00 Stundum er sagt að Íslendingar hafi lítið lært af fjármálahruninu 2008. Slíkar fullyrðingar, sem virðast yfirleitt byggja á óljósum tilfinningum fólks, stangast hins vegar oftar en ekki á við raunveruleikann – sem betur fer. Einn helsti lærdómurinn af gjaldeyris- og bankakreppunni, að minnsta kosti í efnahagslegu tilliti, er sá að fyrir lítið, opið hagkerfi eins og Ísland skiptir öllu að viðhalda jafnvægi á greiðslujöfnuði þjóðarbúsins við útlönd. Aldrei aftur megum við komast í þá stöðu að hagkerfið verði rekið með blússandi viðskiptahalla ár eftir ár. Þá fyrst er ástæða til að hafa áhyggjur af harðri lendingu. Óhætt er að segja að algjör umskipti hafi orðið til hins betra í þessum efnum á skömmum tíma. Viðskiptaafgangur hefur verið mikill og viðvarandi síðustu ár, jafnvel samhliða miklum hagvexti og hækkandi raungengi, og aldrei mælst meiri á lýðveldistímanum. Þrátt fyrir góðæri hafa Íslendingar með öðrum orðum ekki verið að eyða um efni fram. Þjóðhagslegur sparnaður, sem er ávallt birtingarmynd viðskiptaafgangs, er enn í hæstu hæðum. Fátt er í kortunum um að á þessu verði breyting á komandi árum. Þessi efnahagsþróun hefur valdið því að hrein erlend staða þjóðarbúsins hefur farið ört batnandi og er nú orðin ein sú besta í Evrópu. Staðan var jákvæð um 370 milljarða í september 2018, eða sem nemur 13,3 prósentum af landsframleiðslu, en aðeins sex ríki í Evrópusambandinu skora betur en Ísland á þann mælikvarða, eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær. Ísland er komið í hóp með ríkjum á borð við Þýskaland, Holland, Lúxemborg og Svíþjóð í stað þess að verma botninn ásamt ríkjum í Suður-Evrópu. Litið nokkur ár aftur í tímann, þegar raunverulegar áhyggjur voru fyrir hendi um sjálfbærni skuldastöðunnar ef illa færi við losun fjármagnshafta, þá er þessi árangur um margt ótrúlegur. Þetta gerðist ekki af sjálfu sér. Stöðugleikaskilyrði stjórnvalda og vel heppnuð áætlun um afnám hafta, þar sem kröfuhafar framseldu innlendar eignir að jafnvirði meira en 500 milljarða endurgjaldslaust til ríkisins, skipti sköpum. Ekkert er því til fyrirstöðu, með skynsamlegri hagstjórn og stöðugleika á vinnumarkaði, að staða þjóðarbúsins styrkist enn frekar á næstu árum. Hvaða þýðingu hefur það að Ísland hafi breyst frá því að vera fjármagnsinnflytjandi með viðvarandi viðskiptahalla, líkt og 1945 til 2008, og til þess að vera fjármagnsútflytjandi með viðskiptaafgang? Ásgeir Jónsson hagfræðingur hefur bent á að sökum þessa ætti jafnvægisgengið að geta verið hærra en ella og langtímavextir farið lækkandi sem hefur einnig þau áhrif að við fáum til okkar vaxtatekjur frá útlendingum í stað þess að við séum að greiða vexti út úr landinu. Niðurstaðan er meiri kaupmáttur almennings. Sögulega séð hefur fylgifiskur uppsveiflna á Íslandi iðulega verið mikill viðskiptahalli sem hefur síðan að lokum framkallað gengisfall og verðbólgu. Aðeins meiriháttar stórslys, sem yrði þá vegna heimatilbúinna aðgerða, gæti leitt til sömu niðurstöðu í þetta sinn nú þegar hagkerfið er tekið að kólna. Sterkar stoðir þjóðarbúsins þýða að erfitt er að sjá fyrir sér atburðarás þar sem krónan mun gefa verulega eftir. Kjarasamningar um innstæðulausar tugprósenta launahækkanir, sem hefðu þær fyrirsjáanlegu afleiðingar að viðskiptaafgangurinn myndi snúast í halla innan fárra ára, gætu hins vegar ógnað þessari stöðu. Það er því alls ekki útilokað að okkur takist að klúðra þessu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Stundum er sagt að Íslendingar hafi lítið lært af fjármálahruninu 2008. Slíkar fullyrðingar, sem virðast yfirleitt byggja á óljósum tilfinningum fólks, stangast hins vegar oftar en ekki á við raunveruleikann – sem betur fer. Einn helsti lærdómurinn af gjaldeyris- og bankakreppunni, að minnsta kosti í efnahagslegu tilliti, er sá að fyrir lítið, opið hagkerfi eins og Ísland skiptir öllu að viðhalda jafnvægi á greiðslujöfnuði þjóðarbúsins við útlönd. Aldrei aftur megum við komast í þá stöðu að hagkerfið verði rekið með blússandi viðskiptahalla ár eftir ár. Þá fyrst er ástæða til að hafa áhyggjur af harðri lendingu. Óhætt er að segja að algjör umskipti hafi orðið til hins betra í þessum efnum á skömmum tíma. Viðskiptaafgangur hefur verið mikill og viðvarandi síðustu ár, jafnvel samhliða miklum hagvexti og hækkandi raungengi, og aldrei mælst meiri á lýðveldistímanum. Þrátt fyrir góðæri hafa Íslendingar með öðrum orðum ekki verið að eyða um efni fram. Þjóðhagslegur sparnaður, sem er ávallt birtingarmynd viðskiptaafgangs, er enn í hæstu hæðum. Fátt er í kortunum um að á þessu verði breyting á komandi árum. Þessi efnahagsþróun hefur valdið því að hrein erlend staða þjóðarbúsins hefur farið ört batnandi og er nú orðin ein sú besta í Evrópu. Staðan var jákvæð um 370 milljarða í september 2018, eða sem nemur 13,3 prósentum af landsframleiðslu, en aðeins sex ríki í Evrópusambandinu skora betur en Ísland á þann mælikvarða, eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær. Ísland er komið í hóp með ríkjum á borð við Þýskaland, Holland, Lúxemborg og Svíþjóð í stað þess að verma botninn ásamt ríkjum í Suður-Evrópu. Litið nokkur ár aftur í tímann, þegar raunverulegar áhyggjur voru fyrir hendi um sjálfbærni skuldastöðunnar ef illa færi við losun fjármagnshafta, þá er þessi árangur um margt ótrúlegur. Þetta gerðist ekki af sjálfu sér. Stöðugleikaskilyrði stjórnvalda og vel heppnuð áætlun um afnám hafta, þar sem kröfuhafar framseldu innlendar eignir að jafnvirði meira en 500 milljarða endurgjaldslaust til ríkisins, skipti sköpum. Ekkert er því til fyrirstöðu, með skynsamlegri hagstjórn og stöðugleika á vinnumarkaði, að staða þjóðarbúsins styrkist enn frekar á næstu árum. Hvaða þýðingu hefur það að Ísland hafi breyst frá því að vera fjármagnsinnflytjandi með viðvarandi viðskiptahalla, líkt og 1945 til 2008, og til þess að vera fjármagnsútflytjandi með viðskiptaafgang? Ásgeir Jónsson hagfræðingur hefur bent á að sökum þessa ætti jafnvægisgengið að geta verið hærra en ella og langtímavextir farið lækkandi sem hefur einnig þau áhrif að við fáum til okkar vaxtatekjur frá útlendingum í stað þess að við séum að greiða vexti út úr landinu. Niðurstaðan er meiri kaupmáttur almennings. Sögulega séð hefur fylgifiskur uppsveiflna á Íslandi iðulega verið mikill viðskiptahalli sem hefur síðan að lokum framkallað gengisfall og verðbólgu. Aðeins meiriháttar stórslys, sem yrði þá vegna heimatilbúinna aðgerða, gæti leitt til sömu niðurstöðu í þetta sinn nú þegar hagkerfið er tekið að kólna. Sterkar stoðir þjóðarbúsins þýða að erfitt er að sjá fyrir sér atburðarás þar sem krónan mun gefa verulega eftir. Kjarasamningar um innstæðulausar tugprósenta launahækkanir, sem hefðu þær fyrirsjáanlegu afleiðingar að viðskiptaafgangurinn myndi snúast í halla innan fárra ára, gætu hins vegar ógnað þessari stöðu. Það er því alls ekki útilokað að okkur takist að klúðra þessu.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun