Rúnar: Sáum í byrjun vikunnar í hvað stefndi Svava Kristín Grétarsdóttir úr Origo-höllinni skrifar 2. febrúar 2019 22:05 Rúnar á hliðarlínunni í kvöld. vísir/bára „Við töpuðum bara fyrir miklu betra liði í dag,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir stórt tap gegn Valsmönnum í fyrstu umferð Olís-deildar karla eftir HM-hléið. „Við nátturlega spilum 7 á 6 sem gengur ágætlega. Við náðum þar að finna okkur ágætis færi en skorum að vísu ekki nógu mörg mörk miðað við færin sem við vinnum okkur í.“ „Svo hættu menn að fylgja konseptinu sem við vorum í og menn fóru að fá betri hugmyndir. Við það riðlaðist leikurinn og Valsmenn gengu þá bara á lagið eins og klassa lið gera.“ „Þeir rúlluðu bara yfir okkur og við hengdum haus, því miður,“ sagði Rúnar, ósáttur við það hvernig leikurinn þróaðist hjá sínum mönnum. Stjarnan spilaði 7 á 6 frá fyrstu mínútu og leit þetta vel út hjá þeim í upphafi. Þeir náðu að róa leikinn og náðu að skipta markmanninum sínum inn og fengu þar af leiðandi fá mörk í bakið. En þegar líða tók á síðari hálfleikinn náði Valur öllum tökum á leiknum og breytti Rúnar þá í hefðbunda uppstillingu. „Við sáum í byrjun vikunnar í hvað stefndi og hvaða mannskap við hefðum til að spila úr. Þetta var þá eina lausnin til að reyna að riðla til vörn Vals, fá hana aftar á völlinn og búa til pláss fyrir skytturnar okkar sem áttu að skjóta í dag og skora mörk. Það tókst ekki alveg.“ „Við vorum að spila ágætlega á köflum í fyrri hálfleik, 7 á 6, og vorum að vinna okkur í færi en svo fórum við að breyta því sem við vorum búnir að æfa í viku, kannski ekki margir hlutir sem við vorum með í gangi en það var engin ástæða til að breyta þessu,“ sagði Rúnar Ari Magnús, Leó Snær, Hjálmtýr og Starri voru allir fjarverandi í dag vegna meiðsla. Það munur um minna fyrir Stjörnuna þegar þessa leikmenn vantar og segist Rúnar ekki vita nákvæmlega hvenær hann fær þessa leikmenn aftur inn. „Það verður bara að koma í ljós, ég vonast auðvitað til að þeir nái leiknum gegn FH í næstu viku en það er alveg hætt við því að þeir komi ekki inn fyrr en í þar næsta leik,“ sagði Rúnar um stöðuna á leikmönnunum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 33-21 │Garðbæingar fengu skell Stjörnunni var skellt af Val í Origo-höllinni í kvöld. 2. febrúar 2019 22:30 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Sjá meira
„Við töpuðum bara fyrir miklu betra liði í dag,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir stórt tap gegn Valsmönnum í fyrstu umferð Olís-deildar karla eftir HM-hléið. „Við nátturlega spilum 7 á 6 sem gengur ágætlega. Við náðum þar að finna okkur ágætis færi en skorum að vísu ekki nógu mörg mörk miðað við færin sem við vinnum okkur í.“ „Svo hættu menn að fylgja konseptinu sem við vorum í og menn fóru að fá betri hugmyndir. Við það riðlaðist leikurinn og Valsmenn gengu þá bara á lagið eins og klassa lið gera.“ „Þeir rúlluðu bara yfir okkur og við hengdum haus, því miður,“ sagði Rúnar, ósáttur við það hvernig leikurinn þróaðist hjá sínum mönnum. Stjarnan spilaði 7 á 6 frá fyrstu mínútu og leit þetta vel út hjá þeim í upphafi. Þeir náðu að róa leikinn og náðu að skipta markmanninum sínum inn og fengu þar af leiðandi fá mörk í bakið. En þegar líða tók á síðari hálfleikinn náði Valur öllum tökum á leiknum og breytti Rúnar þá í hefðbunda uppstillingu. „Við sáum í byrjun vikunnar í hvað stefndi og hvaða mannskap við hefðum til að spila úr. Þetta var þá eina lausnin til að reyna að riðla til vörn Vals, fá hana aftar á völlinn og búa til pláss fyrir skytturnar okkar sem áttu að skjóta í dag og skora mörk. Það tókst ekki alveg.“ „Við vorum að spila ágætlega á köflum í fyrri hálfleik, 7 á 6, og vorum að vinna okkur í færi en svo fórum við að breyta því sem við vorum búnir að æfa í viku, kannski ekki margir hlutir sem við vorum með í gangi en það var engin ástæða til að breyta þessu,“ sagði Rúnar Ari Magnús, Leó Snær, Hjálmtýr og Starri voru allir fjarverandi í dag vegna meiðsla. Það munur um minna fyrir Stjörnuna þegar þessa leikmenn vantar og segist Rúnar ekki vita nákvæmlega hvenær hann fær þessa leikmenn aftur inn. „Það verður bara að koma í ljós, ég vonast auðvitað til að þeir nái leiknum gegn FH í næstu viku en það er alveg hætt við því að þeir komi ekki inn fyrr en í þar næsta leik,“ sagði Rúnar um stöðuna á leikmönnunum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 33-21 │Garðbæingar fengu skell Stjörnunni var skellt af Val í Origo-höllinni í kvöld. 2. febrúar 2019 22:30 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Sjá meira
Leik lokið: Valur - Stjarnan 33-21 │Garðbæingar fengu skell Stjörnunni var skellt af Val í Origo-höllinni í kvöld. 2. febrúar 2019 22:30
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn