Að mæta sjálfum sér: Viðhorf Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar 3. febrúar 2019 09:29 Áhrifamikil en ósýnileg – viðhorf okkar í daglegu lífi - til verkefna - fólks - okkar sjálfra. Hugsanlega hefur ekkert eins mikil áhrif á lífsgæði okkar eins og eigin viðhorf. Í dagsins önn gefum við þeim ekki endilega gaum þó svo á sama tíma styrki þau eða veiki stöðu okkar, líðan og færni til að takast á við lífið. Viðhorfin birtast stöðugt í hvernig við nálgumst dagleg verkefni, annað fólk, eigin persónu, áskoranir, samfélagsumræðuna, breytingar, fortíð, nútíð og framtíð. Jafnvel viðhorf okkar til umferðarinnar eða kaffisins á vinnustað hefur áhrif á líðan okkar yfir daginn. Að tileinka sér á meðvitaðan hátt ákveðin viðhorf þýðir ekki að maður hliðri sér frá því að breyta og rýna til gagns eða setja mörk í samskiptum. Það er val um nálgun, val um að fljúga stundum hátt. Ýmsar rannsóknir sýna að viðhorf hafa ekki aðeins áhrif á lífsgæði okkar heldur einnig heilsu og lífslíkur. Ef við viljum lífsgæði þurfum við einnig að huga að því að tileinka okkur viðhorf sem skapa styrk, lausn og sanngirni, mynda vöxt og sátt. Viðvarandi neikvæð viðhorf gera okkur súr og svekkt, skapa hindranir, tuð, sundrung, dómhörku, spennu og vanlíðan. Breytum því sem við getum bætt, en ekki er allt innan eigin áhrifahrings. Sumu getum við breytt, öðru ekki, en við höfum alltaf vald til að ákveða hvernig við nálgumst málin. Hverju viljum við sleppa takinu á og hvað viljum við næra? Er auðvelt að tileinka sér viðhorf? Það er ekki auðvelt en þó mikilvægt. Að vera meðvitaður um hugsanir sínar og viðhorf í eigin garð og annarra, til verkefna og aðstæðna er þjálfun. Þjálfun sem tekur tíma og krefst meðvitundar, vilja og sjálfsaga. Rétt eins og þegar við þjálfum tiltekna vöðva. Sérstaklega er mikilvægt að velja sér á meðvitaðan hátt viðhorf til þess sem reynir á - eða er hreinlega pirrandi. Viðhorf til krefjandi verkefna, til eigin getu, samstarfsmanns sem getur reynt á þolinmæðina, nágrannans, áfalls, unglingsins sem stöðugt er að breytast og vill fara eigin leiðir. Viðhorf til eigin persónu og stöðu ræður miklu um farsæld. Treystum við á okkur sjálf í verkefnum lífsins og sköpum þannig með okkur innra öryggi? Að mæta sjálfum sér, eigin skapshöfn, venjum og varnarháttum er áskorun, en eina leiðin til vaxtar. Skapar viðhorfið þitt lausn, vöxt eða gleði? Ef ekki – hvers vegna að nota það? Höfundur er MA í náms- og starfsráðgjöf og MBA í stjórnun og viðskiptum, eigandi SHJ ráðgjafar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Hulda Jónsdóttir Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Áhrifamikil en ósýnileg – viðhorf okkar í daglegu lífi - til verkefna - fólks - okkar sjálfra. Hugsanlega hefur ekkert eins mikil áhrif á lífsgæði okkar eins og eigin viðhorf. Í dagsins önn gefum við þeim ekki endilega gaum þó svo á sama tíma styrki þau eða veiki stöðu okkar, líðan og færni til að takast á við lífið. Viðhorfin birtast stöðugt í hvernig við nálgumst dagleg verkefni, annað fólk, eigin persónu, áskoranir, samfélagsumræðuna, breytingar, fortíð, nútíð og framtíð. Jafnvel viðhorf okkar til umferðarinnar eða kaffisins á vinnustað hefur áhrif á líðan okkar yfir daginn. Að tileinka sér á meðvitaðan hátt ákveðin viðhorf þýðir ekki að maður hliðri sér frá því að breyta og rýna til gagns eða setja mörk í samskiptum. Það er val um nálgun, val um að fljúga stundum hátt. Ýmsar rannsóknir sýna að viðhorf hafa ekki aðeins áhrif á lífsgæði okkar heldur einnig heilsu og lífslíkur. Ef við viljum lífsgæði þurfum við einnig að huga að því að tileinka okkur viðhorf sem skapa styrk, lausn og sanngirni, mynda vöxt og sátt. Viðvarandi neikvæð viðhorf gera okkur súr og svekkt, skapa hindranir, tuð, sundrung, dómhörku, spennu og vanlíðan. Breytum því sem við getum bætt, en ekki er allt innan eigin áhrifahrings. Sumu getum við breytt, öðru ekki, en við höfum alltaf vald til að ákveða hvernig við nálgumst málin. Hverju viljum við sleppa takinu á og hvað viljum við næra? Er auðvelt að tileinka sér viðhorf? Það er ekki auðvelt en þó mikilvægt. Að vera meðvitaður um hugsanir sínar og viðhorf í eigin garð og annarra, til verkefna og aðstæðna er þjálfun. Þjálfun sem tekur tíma og krefst meðvitundar, vilja og sjálfsaga. Rétt eins og þegar við þjálfum tiltekna vöðva. Sérstaklega er mikilvægt að velja sér á meðvitaðan hátt viðhorf til þess sem reynir á - eða er hreinlega pirrandi. Viðhorf til krefjandi verkefna, til eigin getu, samstarfsmanns sem getur reynt á þolinmæðina, nágrannans, áfalls, unglingsins sem stöðugt er að breytast og vill fara eigin leiðir. Viðhorf til eigin persónu og stöðu ræður miklu um farsæld. Treystum við á okkur sjálf í verkefnum lífsins og sköpum þannig með okkur innra öryggi? Að mæta sjálfum sér, eigin skapshöfn, venjum og varnarháttum er áskorun, en eina leiðin til vaxtar. Skapar viðhorfið þitt lausn, vöxt eða gleði? Ef ekki – hvers vegna að nota það? Höfundur er MA í náms- og starfsráðgjöf og MBA í stjórnun og viðskiptum, eigandi SHJ ráðgjafar.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun