Karlmenn efla líka tengslanetið við konur Rakel Sveinsdóttir skrifar 30. janúar 2019 07:00 Viðurkenningarhátíð FKA verður haldin 31. janúar í Gamla bíói klukkan 16.30. Þar heiðrum við þrjár konur sem allar hafa skarað fram úr í atvinnulífinu. Þessari hátíð hefur FKA staðið fyrir frá árinu 1999, að árinu 2001 undanskildu. Fyrsta konan til að hljóta FKA viðurkenninguna var Hillary Rodham Clinton. Síðan þá hafa hátt í sjötíu konur verið heiðraðar fyrir þeirra framlag í þágu íslensks atvinnulífs, einstaka aðilar reyndar inn á milli. Á þessa hátíð fjölmennum við FKA-konur í hundraða tali og stundum hef ég verið spurð að því hvort karlmenn megi ekki mæta líka. Svarið er auðvitað: Jú, endilega! Sumum karlmönnum þykir mæting á hátíðina reyndar mjög sérstök upplifun. Það skýrist af því að þar eru kynjahlutföllin öfug við þau sem við eigum að venjast á viðburðum í atvinnulífinu. Ég man til dæmis eftir einum karlkyns gesti á hátíðinni okkar í fyrra. Hann er ónefndur forstjóri í Kauphallarfyrirtæki. Þessi maður kom á hlaupum inn, glaður í bragði, heilsaði með virktum en snarstansaði síðan í anddyrinu og hvíslaði að mér: ,,Rakel, er ég eini karlmaðurinn sem er hérna?“ Ég hló og hughreysti hann með því að benda honum á hvaða karlmenn væru nú þegar komnir inn í sal. Þar hitti ég hann stundu síðar í hrókasamræðum við hóp FKA-kvenna og auðvitað skemmti hann sér konunglega. Nokkrum vikum síðar hitti ég þennan mann á fjölmennri ráðstefnu SA. Þar voru að venju mun fleiri karlmenn en konur. Við rifjuðum upp þetta litla atvik úr anddyrinu og ég benti honum á að oft líður konum í atvinnulífinu nákvæmlega eins og honum leið þetta umrædda augnablik. Sérstaklega á fundum. Ég nefni sem dæmi að 78% framkvæmdastjórnenda Kauphallarfyrirtækja eru karlmenn. Sem er mikil synd því rannsóknir sýna að meiri líkur eru á betri árangri með blönduðum teymum. Ég hvet því forystumenn í atvinnulífinu til að nýta Viðurkenningarhátíð FKA sem tækifæri til að efla tengslanet sitt við konur í atvinnulífinu. Þarna fjölmennum við á okkar stærstu hátíð ársins og að okkar mati er það bara jákvætt að sem flestir fagni með okkur. Sjáumst í Gamla bíói á fimmtudag.Höfundur er formaður FKA Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skoðun Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Sjá meira
Viðurkenningarhátíð FKA verður haldin 31. janúar í Gamla bíói klukkan 16.30. Þar heiðrum við þrjár konur sem allar hafa skarað fram úr í atvinnulífinu. Þessari hátíð hefur FKA staðið fyrir frá árinu 1999, að árinu 2001 undanskildu. Fyrsta konan til að hljóta FKA viðurkenninguna var Hillary Rodham Clinton. Síðan þá hafa hátt í sjötíu konur verið heiðraðar fyrir þeirra framlag í þágu íslensks atvinnulífs, einstaka aðilar reyndar inn á milli. Á þessa hátíð fjölmennum við FKA-konur í hundraða tali og stundum hef ég verið spurð að því hvort karlmenn megi ekki mæta líka. Svarið er auðvitað: Jú, endilega! Sumum karlmönnum þykir mæting á hátíðina reyndar mjög sérstök upplifun. Það skýrist af því að þar eru kynjahlutföllin öfug við þau sem við eigum að venjast á viðburðum í atvinnulífinu. Ég man til dæmis eftir einum karlkyns gesti á hátíðinni okkar í fyrra. Hann er ónefndur forstjóri í Kauphallarfyrirtæki. Þessi maður kom á hlaupum inn, glaður í bragði, heilsaði með virktum en snarstansaði síðan í anddyrinu og hvíslaði að mér: ,,Rakel, er ég eini karlmaðurinn sem er hérna?“ Ég hló og hughreysti hann með því að benda honum á hvaða karlmenn væru nú þegar komnir inn í sal. Þar hitti ég hann stundu síðar í hrókasamræðum við hóp FKA-kvenna og auðvitað skemmti hann sér konunglega. Nokkrum vikum síðar hitti ég þennan mann á fjölmennri ráðstefnu SA. Þar voru að venju mun fleiri karlmenn en konur. Við rifjuðum upp þetta litla atvik úr anddyrinu og ég benti honum á að oft líður konum í atvinnulífinu nákvæmlega eins og honum leið þetta umrædda augnablik. Sérstaklega á fundum. Ég nefni sem dæmi að 78% framkvæmdastjórnenda Kauphallarfyrirtækja eru karlmenn. Sem er mikil synd því rannsóknir sýna að meiri líkur eru á betri árangri með blönduðum teymum. Ég hvet því forystumenn í atvinnulífinu til að nýta Viðurkenningarhátíð FKA sem tækifæri til að efla tengslanet sitt við konur í atvinnulífinu. Þarna fjölmennum við á okkar stærstu hátíð ársins og að okkar mati er það bara jákvætt að sem flestir fagni með okkur. Sjáumst í Gamla bíói á fimmtudag.Höfundur er formaður FKA
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar