Nekt í banka Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 21. janúar 2019 07:00 Starfsmenn Seðlabanka Íslands máttu þola það í nokkurn tíma að hafa fyrir augum málverk eftir Gunnlaug Blöndal þar sem nakinn kvenmannslíkami blasti við. Þeir þoldu þetta víst flestir án þess að líða umtalsverðar andlegar kvalir – samt ekki allir. Einum ofur viðkvæmum starfsmanni var svo misboðið að hann kvartaði undan nektinni. Kvörtunin var sett í langt og strangt ferli sem loks fékkst niðurstaða í. Eins og Fréttablaðið sagði frá fyrir helgi hafa nektarmálverk eftir Blöndal verið fjarlægð úr opnu rými og þau sett í læsta geymslu. Þannig er komið í veg fyrir að verkin særi blygðunarkennd starfsmanna meir en orðið er. Enginn starfsmaður Seðlabankans þarf því framar að finna fyrir óþægindum eða vera misboðið við að horfa á nektarmálverk eftir einn þekktasta og virtasta listmálara Íslendinga á 20. öld. Starfsmenn Seðlabankans eru þó ekki alveg hólpnir. Einhverjir í þeirra hópi eiga vísast eftir að ramba inn á listasöfn hér á landi og erlendis og þar má iðulega sjá listaverk af beru fólki. Gunnlaugur Blöndal er einungis lítill hluti af miklu stærri vanda; semsagt þeim að merkustu myndlistarmenn allra tíma hafa hrifist af mannslíkamanum og sótt til hans innblástur. Verk þeirra eru á söfnum, á heimilum og hanga uppi á veggjum stofnana. Ekki hefur sérstaklega orðið vart við að þeir sem hafa þessi verk fyrir augum finni til umtalsverðra óþæginda við að sjá hvernig karlar og konur eru sköpuð frá náttúrunnar hendi. Í Seðlabanka Íslands skapast hins vegar uppnám vegna nektarmálverka. Þar hefur meistari Gunnlaugur Blöndal nú verið stimplaður sem dónamálari. Greinilegt er að í Seðlabankanum er við lýði óþol, jafnvel skelfing, vegna þess að nekt fyrirfinnst á málverkum í eigu bankans. Pempíuleg viðhorf eiga afar illa við þegar kemur að list enda bjóða þau upp á umfangsmikla ritskoðun. Í bankanum er að sögn að finna dágott safn klassískrar myndlistar eftir marga af helstu meisturum Íslendinga, fyrr og síðar. Það er krefjandi spurning hvort þau verk eigi heima í stofnun sem hefur tekið sér það vald að ritskoða myndlistarsögu landsins. Seðlabankinn hefur nú flokkað verk vel metins listamanns sem ámælisverða list sem sé til þess fallin að valda vanlíðan hjá þeim sem á hana horfa. Engar líkur eru á að listfræðingar þessa lands taki undir það mat. Seðlabankinn kom verkunum í öruggt skjól, setti þau í læsta geymslu. Þar eiga þau hins vegar ekki heima, þau ættu að vera á listasafni þar sem landsmenn fá að njóta þeirra. Íslenska þjóðin er blessunarlega þeirrar gerðar að hún er ekki líkleg til að fá vægt taugaáfall við að sjá nakta manneskju á mynd, hvort sem um er að ræða karl eða konu. Listaverk eiga að vera þar sem fólk nýtur þeirra, ekki þar sem pempíulegar manneskjur, fátækar í andanum, reka upp hneykslunaróp og krefjast þess að „ósóminn“ verði hið snarasta fjarlægður. Það er stórkostlegur áfellisdómur yfir Seðlabanka Íslands að á slíkt væl skuli hafa verið hlustað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Starfsmenn Seðlabanka Íslands máttu þola það í nokkurn tíma að hafa fyrir augum málverk eftir Gunnlaug Blöndal þar sem nakinn kvenmannslíkami blasti við. Þeir þoldu þetta víst flestir án þess að líða umtalsverðar andlegar kvalir – samt ekki allir. Einum ofur viðkvæmum starfsmanni var svo misboðið að hann kvartaði undan nektinni. Kvörtunin var sett í langt og strangt ferli sem loks fékkst niðurstaða í. Eins og Fréttablaðið sagði frá fyrir helgi hafa nektarmálverk eftir Blöndal verið fjarlægð úr opnu rými og þau sett í læsta geymslu. Þannig er komið í veg fyrir að verkin særi blygðunarkennd starfsmanna meir en orðið er. Enginn starfsmaður Seðlabankans þarf því framar að finna fyrir óþægindum eða vera misboðið við að horfa á nektarmálverk eftir einn þekktasta og virtasta listmálara Íslendinga á 20. öld. Starfsmenn Seðlabankans eru þó ekki alveg hólpnir. Einhverjir í þeirra hópi eiga vísast eftir að ramba inn á listasöfn hér á landi og erlendis og þar má iðulega sjá listaverk af beru fólki. Gunnlaugur Blöndal er einungis lítill hluti af miklu stærri vanda; semsagt þeim að merkustu myndlistarmenn allra tíma hafa hrifist af mannslíkamanum og sótt til hans innblástur. Verk þeirra eru á söfnum, á heimilum og hanga uppi á veggjum stofnana. Ekki hefur sérstaklega orðið vart við að þeir sem hafa þessi verk fyrir augum finni til umtalsverðra óþæginda við að sjá hvernig karlar og konur eru sköpuð frá náttúrunnar hendi. Í Seðlabanka Íslands skapast hins vegar uppnám vegna nektarmálverka. Þar hefur meistari Gunnlaugur Blöndal nú verið stimplaður sem dónamálari. Greinilegt er að í Seðlabankanum er við lýði óþol, jafnvel skelfing, vegna þess að nekt fyrirfinnst á málverkum í eigu bankans. Pempíuleg viðhorf eiga afar illa við þegar kemur að list enda bjóða þau upp á umfangsmikla ritskoðun. Í bankanum er að sögn að finna dágott safn klassískrar myndlistar eftir marga af helstu meisturum Íslendinga, fyrr og síðar. Það er krefjandi spurning hvort þau verk eigi heima í stofnun sem hefur tekið sér það vald að ritskoða myndlistarsögu landsins. Seðlabankinn hefur nú flokkað verk vel metins listamanns sem ámælisverða list sem sé til þess fallin að valda vanlíðan hjá þeim sem á hana horfa. Engar líkur eru á að listfræðingar þessa lands taki undir það mat. Seðlabankinn kom verkunum í öruggt skjól, setti þau í læsta geymslu. Þar eiga þau hins vegar ekki heima, þau ættu að vera á listasafni þar sem landsmenn fá að njóta þeirra. Íslenska þjóðin er blessunarlega þeirrar gerðar að hún er ekki líkleg til að fá vægt taugaáfall við að sjá nakta manneskju á mynd, hvort sem um er að ræða karl eða konu. Listaverk eiga að vera þar sem fólk nýtur þeirra, ekki þar sem pempíulegar manneskjur, fátækar í andanum, reka upp hneykslunaróp og krefjast þess að „ósóminn“ verði hið snarasta fjarlægður. Það er stórkostlegur áfellisdómur yfir Seðlabanka Íslands að á slíkt væl skuli hafa verið hlustað.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun