Óvinur þjóðarinnar sem hjálpaði Gísla að flytja fær að sjá tístin Tómas Þór Þórðarson í Köln skrifar 23. janúar 2019 08:00 Patrick Wiencek var ekki vinsæll á Íslandi um síðustu helgi. vísir/getty Fáir mótherjar íslenska landsliðsins í handbolta hafa fengið jafn rækilega á baukinn og Patrick Wiencek, línumaður þýska landsliðsins, sem spilaði frábæra vörn í 24-19 sigri liðsins gegn strákunum okkar síðastliðinn laugardag. Wiencek hefur lengi verið þekktur fyrir sérstakt útlit en hann er með mikinn karakter í andlitinu og svakalega ljóst hár. Hann er svo naut af burðum og frábær handboltamaður. Eitthvað fór hann og frammistaða hans illa í íslensku þjóðina sem lét hann heyra það á Twitter á meðan leik stóð um helgina.Menn eru greinilega eitthvað ósammála mér um ágæti Wiencek #HmRuvpic.twitter.com/1CxuY9Ih2i — Matthías Tim (@matthiastimruhl) January 19, 2019.......#hmruv#handboltipic.twitter.com/hYgwAy1k2I — Mikael Marinó Rivera (@mikaelrivera) January 19, 2019Þessi gæji er vondi kallinn í öllum Leathal Weapon myndunum #hmruvpic.twitter.com/mbuICGHBx0 — Martin Sindri (@martinsindri) January 19, 2019 Wiencek spilar með Gísla Þorgeiri Kristjánssyni, landsliðsmanni Íslands, hjá þýska stórliðinu Kiel og var móðir Gísla, alþingiskonan Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fljót að taka upp hanskann fyrir þýska risann. Hún svaraði tísti landsliðsmannsins í fótbolta, Ólafs Inga Skúlasonar, með þeim orðum að Wiencek hafi verið fyrsti maðurinn til að koma Gísla til aðstoðar þegar að hann var að flytja til Kiel.Frábær drengur. Mætti fyrstur til að hjálpa Gísla Þorgeiri við flutningana til Kiel. Ljúfur sem lamb. Og stór er hann. — þorgerður katrín (@thorgkatrin) January 20, 2019 Gísli hló, aðspurður út í þetta mál, þegar Vísir ræddi við hann fyrir æfingu landsliðsins í gærkvöldi en hann ætlar að fara yfir þetta með línumanninum á æfingu eftir HM. „Hann var smá misskilinn þennan dag. Ég ætla að sýna honum þetta á æfingu eftir mótið og sjá hvað hann segir,“ segir Gísli Þorgeir. Allt viðtalið við Gísla má sjá hér að neðan.Klippa: Gísli Þorgeir - Viljum vinna Brasilíu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Sjá meira
Fáir mótherjar íslenska landsliðsins í handbolta hafa fengið jafn rækilega á baukinn og Patrick Wiencek, línumaður þýska landsliðsins, sem spilaði frábæra vörn í 24-19 sigri liðsins gegn strákunum okkar síðastliðinn laugardag. Wiencek hefur lengi verið þekktur fyrir sérstakt útlit en hann er með mikinn karakter í andlitinu og svakalega ljóst hár. Hann er svo naut af burðum og frábær handboltamaður. Eitthvað fór hann og frammistaða hans illa í íslensku þjóðina sem lét hann heyra það á Twitter á meðan leik stóð um helgina.Menn eru greinilega eitthvað ósammála mér um ágæti Wiencek #HmRuvpic.twitter.com/1CxuY9Ih2i — Matthías Tim (@matthiastimruhl) January 19, 2019.......#hmruv#handboltipic.twitter.com/hYgwAy1k2I — Mikael Marinó Rivera (@mikaelrivera) January 19, 2019Þessi gæji er vondi kallinn í öllum Leathal Weapon myndunum #hmruvpic.twitter.com/mbuICGHBx0 — Martin Sindri (@martinsindri) January 19, 2019 Wiencek spilar með Gísla Þorgeiri Kristjánssyni, landsliðsmanni Íslands, hjá þýska stórliðinu Kiel og var móðir Gísla, alþingiskonan Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fljót að taka upp hanskann fyrir þýska risann. Hún svaraði tísti landsliðsmannsins í fótbolta, Ólafs Inga Skúlasonar, með þeim orðum að Wiencek hafi verið fyrsti maðurinn til að koma Gísla til aðstoðar þegar að hann var að flytja til Kiel.Frábær drengur. Mætti fyrstur til að hjálpa Gísla Þorgeiri við flutningana til Kiel. Ljúfur sem lamb. Og stór er hann. — þorgerður katrín (@thorgkatrin) January 20, 2019 Gísli hló, aðspurður út í þetta mál, þegar Vísir ræddi við hann fyrir æfingu landsliðsins í gærkvöldi en hann ætlar að fara yfir þetta með línumanninum á æfingu eftir HM. „Hann var smá misskilinn þennan dag. Ég ætla að sýna honum þetta á æfingu eftir mótið og sjá hvað hann segir,“ segir Gísli Þorgeir. Allt viðtalið við Gísla má sjá hér að neðan.Klippa: Gísli Þorgeir - Viljum vinna Brasilíu
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Sjá meira