Óvinur þjóðarinnar sem hjálpaði Gísla að flytja fær að sjá tístin Tómas Þór Þórðarson í Köln skrifar 23. janúar 2019 08:00 Patrick Wiencek var ekki vinsæll á Íslandi um síðustu helgi. vísir/getty Fáir mótherjar íslenska landsliðsins í handbolta hafa fengið jafn rækilega á baukinn og Patrick Wiencek, línumaður þýska landsliðsins, sem spilaði frábæra vörn í 24-19 sigri liðsins gegn strákunum okkar síðastliðinn laugardag. Wiencek hefur lengi verið þekktur fyrir sérstakt útlit en hann er með mikinn karakter í andlitinu og svakalega ljóst hár. Hann er svo naut af burðum og frábær handboltamaður. Eitthvað fór hann og frammistaða hans illa í íslensku þjóðina sem lét hann heyra það á Twitter á meðan leik stóð um helgina.Menn eru greinilega eitthvað ósammála mér um ágæti Wiencek #HmRuvpic.twitter.com/1CxuY9Ih2i — Matthías Tim (@matthiastimruhl) January 19, 2019.......#hmruv#handboltipic.twitter.com/hYgwAy1k2I — Mikael Marinó Rivera (@mikaelrivera) January 19, 2019Þessi gæji er vondi kallinn í öllum Leathal Weapon myndunum #hmruvpic.twitter.com/mbuICGHBx0 — Martin Sindri (@martinsindri) January 19, 2019 Wiencek spilar með Gísla Þorgeiri Kristjánssyni, landsliðsmanni Íslands, hjá þýska stórliðinu Kiel og var móðir Gísla, alþingiskonan Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fljót að taka upp hanskann fyrir þýska risann. Hún svaraði tísti landsliðsmannsins í fótbolta, Ólafs Inga Skúlasonar, með þeim orðum að Wiencek hafi verið fyrsti maðurinn til að koma Gísla til aðstoðar þegar að hann var að flytja til Kiel.Frábær drengur. Mætti fyrstur til að hjálpa Gísla Þorgeiri við flutningana til Kiel. Ljúfur sem lamb. Og stór er hann. — þorgerður katrín (@thorgkatrin) January 20, 2019 Gísli hló, aðspurður út í þetta mál, þegar Vísir ræddi við hann fyrir æfingu landsliðsins í gærkvöldi en hann ætlar að fara yfir þetta með línumanninum á æfingu eftir HM. „Hann var smá misskilinn þennan dag. Ég ætla að sýna honum þetta á æfingu eftir mótið og sjá hvað hann segir,“ segir Gísli Þorgeir. Allt viðtalið við Gísla má sjá hér að neðan.Klippa: Gísli Þorgeir - Viljum vinna Brasilíu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Fáir mótherjar íslenska landsliðsins í handbolta hafa fengið jafn rækilega á baukinn og Patrick Wiencek, línumaður þýska landsliðsins, sem spilaði frábæra vörn í 24-19 sigri liðsins gegn strákunum okkar síðastliðinn laugardag. Wiencek hefur lengi verið þekktur fyrir sérstakt útlit en hann er með mikinn karakter í andlitinu og svakalega ljóst hár. Hann er svo naut af burðum og frábær handboltamaður. Eitthvað fór hann og frammistaða hans illa í íslensku þjóðina sem lét hann heyra það á Twitter á meðan leik stóð um helgina.Menn eru greinilega eitthvað ósammála mér um ágæti Wiencek #HmRuvpic.twitter.com/1CxuY9Ih2i — Matthías Tim (@matthiastimruhl) January 19, 2019.......#hmruv#handboltipic.twitter.com/hYgwAy1k2I — Mikael Marinó Rivera (@mikaelrivera) January 19, 2019Þessi gæji er vondi kallinn í öllum Leathal Weapon myndunum #hmruvpic.twitter.com/mbuICGHBx0 — Martin Sindri (@martinsindri) January 19, 2019 Wiencek spilar með Gísla Þorgeiri Kristjánssyni, landsliðsmanni Íslands, hjá þýska stórliðinu Kiel og var móðir Gísla, alþingiskonan Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fljót að taka upp hanskann fyrir þýska risann. Hún svaraði tísti landsliðsmannsins í fótbolta, Ólafs Inga Skúlasonar, með þeim orðum að Wiencek hafi verið fyrsti maðurinn til að koma Gísla til aðstoðar þegar að hann var að flytja til Kiel.Frábær drengur. Mætti fyrstur til að hjálpa Gísla Þorgeiri við flutningana til Kiel. Ljúfur sem lamb. Og stór er hann. — þorgerður katrín (@thorgkatrin) January 20, 2019 Gísli hló, aðspurður út í þetta mál, þegar Vísir ræddi við hann fyrir æfingu landsliðsins í gærkvöldi en hann ætlar að fara yfir þetta með línumanninum á æfingu eftir HM. „Hann var smá misskilinn þennan dag. Ég ætla að sýna honum þetta á æfingu eftir mótið og sjá hvað hann segir,“ segir Gísli Þorgeir. Allt viðtalið við Gísla má sjá hér að neðan.Klippa: Gísli Þorgeir - Viljum vinna Brasilíu
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni