Í nýliðnum desember voru liðin sjö ár frá því að Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) sendu erindi til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), þar sem samtökin kvörtuðu formlega undan innleiðingu íslenskra stjórnvalda á matvælalöggjöf EES-samningsins. Tilefni þessarar kvörtunar var, eins og flestum ætti nú að vera kunnugt, þau höft sem lögð eru á innflutning á fersku kjöti, þar sem gert var ráð fyrir því að allt kjöt skuli vera í frosti í þrjátíu daga, áður en vogandi væri að bjóða það íslenskum neytendum.
Í október sl. fékkst loks endanleg niðurstaða í þessa löngu baráttu SVÞ, þegar Hæstiréttur Íslands kvað upp þann dóm, að umrædd höft á innflutningi á fersku kjöti, hafi verið í andstöðu við ákvæði EES-samningsins og þ.a.l. falið í sér samningsbrot af hálfu hérlendra stjórnvalda. Var þessi niðurstaða staðfesting á dómi héraðsdóms í málinu, en jafnframt hafði EFTA dómstóllinn kveðið upp efnislega sambærilegan dóm í máli Eftirlitsstofnunar EFTA gegn íslenska ríkinu. Á öllum stigum var tekið undir þær kvartanir sem SVÞ settu fram í upphafi. Framganga íslenska ríkisins í þessum málarekstri öllum er kapítuli út af fyrir sig, en þrátt fyrir að hafa eytt tugum milljóna króna í málsvörn sína, tókst því ekki að sýna fram á nein haldbær rök fyrir umræddum innflutningstakmörkunum. Framganga íslenska ríkisins í málinu getur því ekki kallast annað en hrein sneypuför.
Í umræðunni undanfarnar vikur hafa margir kosið að drepa málinu á dreif og þar með draga athyglina frá því sem er aðalatriði þessa máls, sem er hin skýra og ótvíræða dómsniðurstaða. Umræðan hefur meira snúist um sýklalyfjaónæmi og um matvælaöryggi almennt. Sú umræða á alltaf rétt á sér, óháð umræddri dómsniðurstöðu. Stjórnvöld eiga, ekki frekar en aðrir, annan kost en að virða niðurstöðu dómstóla. Niðurstaðan í þessu dómsmáli er eins skýr og verða má og hljóta viðbrögð stjórnvalda, í formi viðeigandi lagafrumvarpa, að verða lögð fram nú þegar Alþingi kemur saman á ný.
Það er aðalatriði þessa máls.

Að drepa málum á dreif
Skoðun

Tíu ár af Fáðu já
Brynhildur Björnsdóttir skrifar

Er siðferði heilbrigðisstétta geðþóttarákvörðun hverju sinni?
Málfríður Þórðardóttir,Gyða Ölvisdóttir,Ásta Kristín Andrésdóttir skrifar

Fjölbýli í blíðu og stríðu
Sigurður Helgi Guðjónsson skrifar

Velsæld og árangur á framsýnum vinnustað
Rakel Baldursdóttir skrifar

Nýtum tækifæri – opnum samtalið
Freyr Hólm Ketilsson skrifar

Nýjar upplýsingar um erlenda netverslun landsmanna
Sigrún Ösp Sigurjónsdóttir skrifar

Óréttmæt þvingunaraðgerð gegn lágtekjufólki
Jóhann Páll Jóhannsson skrifar

Garðavogur?
Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar

Laun fyrir að kúka í kassa
Heiða Þórðar skrifar

Hamingjan er það sem allir sækjast eftir
Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar

Hatursorðræða og umsögn Reykjavíkurborgar
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Vegna fyrirhugaðrar upptöku á notkun rafbyssa við löggæslustörf á Íslandi
Eva Einarsdóttir skrifar

Með lögum skal land byggja en ekki með ólögum eyða
Askur Hrafn Hannesson,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar

Hverjir „trakka“ okkur og börnin okkar – og hvað svo?
Helga Þórisdóttir skrifar

Delluathvarf Stefáns
Konráð S. Guðjónsson skrifar