Golf

Rose vann Bændatryggingamótið | Tiger góður á lokadeginum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rose fagnar í gær.
Rose fagnar í gær. vísir/getty

Efsti maður heimslistans, Justin Rose, varð hlutskarpastur á Farmers Insurance-mótinu á Torrey Pines um helgina. Hann stóðst pressuna frá Adam Scott.

Rose endaði á mótið á 21 höggi undir pari eftir frábæra spilamennsku alla dagana. Scott endaði mótið af miklum krafti en endaði tveimur höggum á eftir Rose.

„Ég hef ekki unnið mót í janúar síðan árið 2002 þannig að þetta er frábært. Ég er gríðarlega ánægður því ég breytti ýmsu til þess að spila vel hérna og það gekk upp,“ sagði Rose glaðbeittur.

Tiger Woods hrökk loksins í gírinn á lokahringnum sem hann fór á 67 höggum. Woods elskar Torrey Pines og hefur unnið sjö mót þar. Hann endaði ellefu höggum á eftir Rose.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.