Golf

Valdís Þóra í ágætri stöðu í keppni um sæti á áströlsku mótaröðinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir. Getty/Mark Runnacles

Leyniskonan Valdís Þóra Jónsdóttir er í 10. sæti eftir tvo hringi á úrtökumóti fyrir áströlsku atvinnumótaröðina.

Valdís Þóra hefur leikið tvo fyrstu hringina á mótinu á 145 höggum eða einu höggi yfir pari.

Valdís lék annan hringinn á parinu í morgun og er í góðri stöðu. Hún deilir tíunda sætinu með þremur öðrum kylfingum sem koma frá Sviss, Mexíkó og Kína.

Tuttugu efstu kylfingarnir tryggja sig inn á áströlsku atvinnumótaröðina og kylfingar í 16. til 21. sæti er tveimur höggum á eftir Valdísi Þóru eftir tvo fyrstu dagana.

Peiying Tsai frá Tævan er efst á 8 höggum undir pari og Tamie Durdin frá Ástralíu hefur leikið á sex höggum undir pari. Fimm kylfingar hafa náð því að spila 36 fyrstu holurnar á undir pari.

Valdís Þóra lítur bæði á þetta mót sem „upphitunarmót“ sem og að góður árangur gefur henni einnig aukna möguleika á að tryggja sig inn á Opna ástralska meistaramótið.

„Ástæðan fyrir að ég spila í þessu móti er sú að þetta gefur mér fleiri möguleika á að komast inn í Opna Ástralska mótið á þessu ári sem og því næsta og einnig inn í Vic Open á næsta ári en ég er nú þegar komin inn í það mót á þessu ári. Einnig fannst mér gott að fá eitt svona „upphitunarmót“ hér í Ástralíu áður en hin mótin byrja og ná flugþreytunni alveg úr mér fyrir þau mót,“ skrifar Valdís Þóra á fésbókarsíðu sína.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.