Clinch: Sagði þeim að ég myndi setja næsta skot niður Smári Jökull Jónsson skrifar 10. janúar 2019 21:13 Lewis Clinch. Vísir/Bára Lewis Clinch hefur líklega oft spilað betur en hann gerði í kvöld en þriggja stiga karfan var gríðarlega mikilvæg þegar Grindavík vann sjö stiga sigur á Skallagrím suður með sjó í kvöld. „Við vorum að spila á móti vinnusömu liði og söknuðum eins af okkar betri leikmönnum í Tiegbe Bamba en aðrir stigu vel upp. Þetta var mikil barátta og mér finnst við enn vera að vinna í okkar málum eftir jólafríið. Við erum búin að leika gegn tveimur ungum og hæfileikaríkum liðum eftir jólin og höfum klárað það vel,“ sagði Clinch þegar Vísir ræddi við hann að leik loknum í kvöld. Hann sagði að það væri góð tilfinning að vera með fjögur stig úr tveimur leikjum á nýju ári. „Við töpuðum fyrir Skallagrím áður en ég kom, þeir eru vel þjálfaðir og það er góð byrjun á árinu að ná í sigra. Mér fannst við hleypa þeim full auðveldlega inn í leikinn á ný og þurfum að bæta okkur í að loka leikjunum.“ „Ég vil líta á jákvæðu hliðarnar, það var mjög jákvætt að sjá (Sigtrygg) Arnar koma inn og spila eins og hann getur því mér finnst hann einn af bestu bakvörðunum í deildinni. Að sjá hann koma spila svona vel í sókninni er frábært fyrir framhaldið í deildinni og bikarinn,“ en Grindvíkingar eiga leik gegn KR í 8-liða úrslitum Geysisbikarsins síðar í mánuðinum. „Það er stórt fyrir okkur að fá hann svona í gang og Ólafur (Ólafsson) gerði mjög vel í seinni hálfleik, barðist vel og setti niður skot.“ Clinch var aðeins búinn að hitta úr einu af átta þriggja stiga skotum þegar langt var liðið á leikinn en þegar innan við mínúta var eftir setti hann risa stóran þrist sem fór langt með að klára leikinn fyrir heimamenn. „Alltaf þegar ég kom til baka á hliðarlínuna þá hvöttu þjálfararnir mig og liðsfélagarnir sömuleiðis. Þegar ég klikkaði á skotinu á undan því sem ég hitti úr þá sagði ég við þá að ég ætlaði mér að setja næsta niður. Við náðum þessu og það er frábært,“ sagði Clinch brosandi að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Skallagrímur 90-83 | Seiglusigur hjá Grindavík Grindavík vann sjö stiga sigur á Skallagrím, 90-83, í baráttuleik suður með sjó í kvöld. Þeir færa sig því nær liðunum í efstu fjórum sætunum en Skallagrímur er í erfiðri stöðu í fallsæti Dominos-deildarinnar. 10. janúar 2019 22:00 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Serbía - Ísland | Taka tvö hjá stelpunum okkar Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Keflavík | Alvöru grannaslagur í Grindavík Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Sjá meira
Lewis Clinch hefur líklega oft spilað betur en hann gerði í kvöld en þriggja stiga karfan var gríðarlega mikilvæg þegar Grindavík vann sjö stiga sigur á Skallagrím suður með sjó í kvöld. „Við vorum að spila á móti vinnusömu liði og söknuðum eins af okkar betri leikmönnum í Tiegbe Bamba en aðrir stigu vel upp. Þetta var mikil barátta og mér finnst við enn vera að vinna í okkar málum eftir jólafríið. Við erum búin að leika gegn tveimur ungum og hæfileikaríkum liðum eftir jólin og höfum klárað það vel,“ sagði Clinch þegar Vísir ræddi við hann að leik loknum í kvöld. Hann sagði að það væri góð tilfinning að vera með fjögur stig úr tveimur leikjum á nýju ári. „Við töpuðum fyrir Skallagrím áður en ég kom, þeir eru vel þjálfaðir og það er góð byrjun á árinu að ná í sigra. Mér fannst við hleypa þeim full auðveldlega inn í leikinn á ný og þurfum að bæta okkur í að loka leikjunum.“ „Ég vil líta á jákvæðu hliðarnar, það var mjög jákvætt að sjá (Sigtrygg) Arnar koma inn og spila eins og hann getur því mér finnst hann einn af bestu bakvörðunum í deildinni. Að sjá hann koma spila svona vel í sókninni er frábært fyrir framhaldið í deildinni og bikarinn,“ en Grindvíkingar eiga leik gegn KR í 8-liða úrslitum Geysisbikarsins síðar í mánuðinum. „Það er stórt fyrir okkur að fá hann svona í gang og Ólafur (Ólafsson) gerði mjög vel í seinni hálfleik, barðist vel og setti niður skot.“ Clinch var aðeins búinn að hitta úr einu af átta þriggja stiga skotum þegar langt var liðið á leikinn en þegar innan við mínúta var eftir setti hann risa stóran þrist sem fór langt með að klára leikinn fyrir heimamenn. „Alltaf þegar ég kom til baka á hliðarlínuna þá hvöttu þjálfararnir mig og liðsfélagarnir sömuleiðis. Þegar ég klikkaði á skotinu á undan því sem ég hitti úr þá sagði ég við þá að ég ætlaði mér að setja næsta niður. Við náðum þessu og það er frábært,“ sagði Clinch brosandi að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Skallagrímur 90-83 | Seiglusigur hjá Grindavík Grindavík vann sjö stiga sigur á Skallagrím, 90-83, í baráttuleik suður með sjó í kvöld. Þeir færa sig því nær liðunum í efstu fjórum sætunum en Skallagrímur er í erfiðri stöðu í fallsæti Dominos-deildarinnar. 10. janúar 2019 22:00 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Serbía - Ísland | Taka tvö hjá stelpunum okkar Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Keflavík | Alvöru grannaslagur í Grindavík Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Skallagrímur 90-83 | Seiglusigur hjá Grindavík Grindavík vann sjö stiga sigur á Skallagrím, 90-83, í baráttuleik suður með sjó í kvöld. Þeir færa sig því nær liðunum í efstu fjórum sætunum en Skallagrímur er í erfiðri stöðu í fallsæti Dominos-deildarinnar. 10. janúar 2019 22:00