Handbolti

Níu marka tap í fyrsta leik hjá strákunum hans Dags

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dagur Sigurðsson stýrir liði Japans í kvöld.
Dagur Sigurðsson stýrir liði Japans í kvöld. EPA/DANIEL KOPATSCH

Makedónía vann 38-29 sigur á Japan í fyrsta leiknum í riðli Íslands á heimsmeistaramótinu í handbolta í Þýskalandi og Danmörku.

Seinna í kvöld spila Ísland og Króatía og lokaleikur riðilsins í dag er síðan á milli Barein og Spánar.

Hinn gamalreyndi Kiril Lazarov var markahæstur hjá Makedóníu með 8 mörk úr 14 skotum en Dejan Manaskov skoraði 7 mörk. Borko Ristovski var Japönum erfiður og varði 19 skot í leiknum.

Jin Watanabe var atkvæðamestur hjá Japan með fimm mörk en Hiroki Shida skoraði fjögur mörk.

Japanska liðið skoraði fyrsta mark leiksins og var síðan 4-3 yfir eftir átta mínútur. Makedónía skoraði þá fjögur mörk í röð og tóku frumkvæðið.

Makedóníumenn tóku eftir það öll völd enda voru þeir mun sterkari en Japanar í dag, leiddu 18-13 í hálfleik og höfðu leikinn í nokkuð öruggum höndum allan síðari hálfleikinn.

Angóla kom mörgum á óvart með 24-23 sigri á Katar á sama tíma en sá leikur er í D-riðli þar sem Svíar spilar.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.