Handbolti

„Ég verð að halda með þeim því það eru ekki margir aðrir sem gera það“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Dagur Sigurðsson
Dagur Sigurðsson s2 sport

Lærisveinar Dags Sigurðssonar í japanska landsliðinu í handbolta byrjuðu HM í Þýskalandi og Danmörku á níu marka tapi gegn Makedóníu. Dagur var nokkuð sáttur með sína menn þrátt fyrir stórot tap.

„Ég vissi að þetta gat gerst og þetta verður svona, þessi riðill er gríðarlega sterkur og erfiður fyrir okkur,“ sagði Dagur við Tómas Þór Þórðarson eftir leikinn í München í dag.

„Þetta verður mjög erfitt og við þurfum að berjast á móti þessu.“

„En við vorum samt að koma okkur inn í leikinn aftur og áttum smá séns. Gerum nokkur klaufamistök, er kannski reynsluleysi í þessu liði en það er gulls ígildi að fá þessa leiki samt.“

Dagur var þó nokkuð ánægður á hliðarlínunni þó hann hafi þurft að horfa upp á sitt lið tapa stórt

„Það er gaman þegar þetta kemur úr óvæntri átt, maður verður að standa með sínum mönnum. Ég verð að halda með þeim, það eru ekki það margir sem gera það,“ sagði Dagur Sigurðsson.

Næsti leikur Japana í riðlinum er gegn Króattíu á sunnudag.


Klippa: Dagur eftir tap gegn MakedóníuAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.