Handbolti

Öruggur sigur hjá lærisveinum Patreks │Argentínumenn komu á óvart

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Patrekur Jóhannesson.
Patrekur Jóhannesson. Vísir/Daníel

Austurríska landsliðið í handbolta undir stjórn Patreks Jóhannessonar byrjaði HM í handbolta á sjö marka sigri á Sádí Arabíu.

Austurríkismenn voru mun sterkari í fyrri hálfleik og voru sex mörkum yfir þegar gengið var til búningsherbergja. Í seinni hálfleik héldu Austurríkismenn út og fóru með 22-29 sigur.

Serbar og Rússar gerðu jafntefli 30-30 í A-riðli.

Þar var jafnt á öllum tölum í hálfleik og leikurinn í járnum allan tíman. Þegar upp var staðið náði hvorugt lið að taka sigur og þau deildu stigunum með sér eftir háspennu leik.

Argentínumenn náðu að koma á óvart og gera jafntefli við Ungverja í D-riðli.

Ungverjar höfðu verið með þriggja marka forystu eftir fyrri hálfleikinn en Argentínumenn náðu að koma til baka og tryggja sér 25-25 jafntefli.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.