Handbolti

Patrekur fékk köku í tilefni hundraðasta leiksins

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Patrekur hefur þjálfað félagslið á Íslandi samhliða landsliðsþjálfarastarfinu. Hann mun hins vegar færa sig yfir til Skjern í Danmörku í sumar
Patrekur hefur þjálfað félagslið á Íslandi samhliða landsliðsþjálfarastarfinu. Hann mun hins vegar færa sig yfir til Skjern í Danmörku í sumar vísir/getty

Austurríkismenn byrjuðu HM í handbolta á sigrii á Sádí Arabíu í gær og fögnuðu því sem skildi. Austurríska sambandið bauð upp á köku, en hún var þó ekki bara vegna sigursins heldur var leikurinn sá hundraðasti undir stjórn Patreks Jóhannessonar.

Patrekur tók við austurríska landsliðinu í nóvember 2011. Undir hans stjórn komst liðið inn á EM 2014 og 2018 og HM 2015. Besti árangurinn er 11. sæti á EM 2014.

„Auðvitað er þetta mjög sérstakt tilefni,“ er haft eftir þjálfaranum á heimasíðu austurríska sambandsins.

Kakan hefur eitthvað setið í leikmönnum Austurríkis því þeir fengu skell gegn Síle í dag og töpuðu með átta mörkum. 
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.