Handbolti

Austurríkismenn fengu skell gegn Síle

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sílemenn unnu sterkan sigur á Austurríki
Sílemenn unnu sterkan sigur á Austurríki vísir/getty

Síle náði í sín fyrstu stig á HM í handbolta eftir sterkan sigur á lærisveinum Patreks Jóhannessonar í austurríska landsliðinu.

Síle tapaði með 23 mörkum fyrir Danmörku í fyrsta leik á fimmtudagskvöld en sá leikur hefur ekki setið mikið í mönnum því Suður-Ameríkumennirnir unnu átta marka sigur á Patreki og félögum 24-32.

Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en Austurríkismenn voru skrefinu framar þegar flautað var til hálfleiks 15-14. Það hrundi hins vegar allt hjá þeim austurrísku í seinni hálfleik.

Austurríkismenn skoruðu aðeins níu mörk í seinni hálfleik á meðan Síle skoraði 18 og þegar upp var staðið var sigur Síle öruggur.

Robert Weber var bestur Austurríkismanna í dag með 6 mörk. Hjá Síle var Erwin Feuchtmann frábær og skoraði níu marka liðsins.

Þetta var aðeins annar sigur Síle í riðlakeppni HM frá upphafi en liðið hefur þó verið fastagestur á mótinu síðustu ár. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.