Lífsvernd ófæddra er kristin skylda Jón Valur Jensson skrifar 8. janúar 2019 07:00 Alvarlegasta málið á Alþingi nú er frumvarp heilbrigðisráðherra um fóstureyðingar. Afstaða Þjóðkirkjunnar til málsins birtist í samþykktum Kirkjuþings og Prestastefnu 1987 og 1988 og hefur ekki verið leyst af hólmi með neinni annarri samþykkt kirkjunnar. Hér er einróma samþykkt Kirkjuþings 1987: „Rétturinn til lífs er frumatriði allra mannréttinda. Þá kröfu verður að gera til ríkisvaldsins, að það verndi mannlegt líf og efli meðal almennings vitundina um mannhelgi. Löggjöf, sem í raun gerir hið ófædda líf réttlaust, brýtur gegn því grundvallarsjónarmiði kristindómsins, að sérhver einstaklingur eigi rétt til lífs, allt frá upphafi og þangað til dauðinn ber að dyrum með eðlilegum eða óviðráðanlegum hætti. Kirkjuþing skírskotar til frumvarpa um breytingu á lögum nr. 25 frá 22. maí 1975 og lögum nr. 67/1971 með áorðnum breytingum, sem flutt hafa verið, og frumvarps sem boðað er. Vill Kirkjuþing skora á Alþingi að breyta umræddum lögum í þá veru, að friðhelgi mannlegs lífs sé viðurkennd.“ Í skjölum sama Kirkjuþings árið 1987, þ.e. í greinargerð með ofangreindri samþykkt, segir orðrétt: „Kirkjuþing telur því brýna nauðsyn bera til, að lög kveði á um friðhelgi mannlegs lífs, tryggi rétt þess jafnt fyrir sem eftir fæðingu.“ Og ekki nóg með það, heldur einnig þetta: „Legvatnsrannsóknir og kannanir á ástandi fósturs má ekki framkvæma í öðru augnamiði en því að verða að liði, lækna, sé þess þörf og það mögulegt. Hitt má aldrei vaka fyrir að svipta barnið lífi, virðist eitthvað að.“ Prestastefna Íslands, sem lauk í Langholtskirkju 24. júní 1988, tók undir þessa ályktun kirkjuþings 1987 varðandi lög um fóstureyðingar. Þessar samþykktir kirkjunnar eru í fullu samræmi við kristna, biblíulega trú frá allt frá upphafi á 1. öld, sem kemur fram m.a. í Didache, ritum postullegu feðranna, kirkjuþinga og kirkjufeðra. Það er augljóst óheillaverk nokkurs löggjafarþings að gera heimildir til fóstureyðinga alfrjálsar af hvaða ástæðu sem er og engri, allt til loka 22. viku, þegar þroski hins ófædda er jafnvel kominn á það stig, að (a) fóstrið hefur haft fullt sársaukaskyn í a.m.k. hálfan mánuð (komið með skynnema um allan líkamann 20 vikna ásamt taugatengingum upp í heila), og (b) dæmi eru um, að 22 vikna fóstur hafi lifað af fæðingu. En hin kristna afstaða er skýr: Engar fóstureyðingar. Sr. Bjarni Karlsson ritar í Bakþönkum Fréttabl. 12. des. um það þegar barn er nýkomið í heiminn: „Allir fara hljóðlega og allt snýst um þarfir barnsins,“ eins og allir séu „undir valdi hins nýfædda. Getur hugsast að líkt og nýfætt barn er ekki eign foreldra sinna, heldur eru ástvinirnir handa barninu“ (BK), þannig eigum við líka að hugsa um hið ófædda barn, af hlýju og umhyggju fyrst og fremst, eins og kirkjan brýnir okkur til? Naumast bjóða þeir alþingismenn betur, sem vilja árás drápstóla á ófætt barn í móðurkviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Alvarlegasta málið á Alþingi nú er frumvarp heilbrigðisráðherra um fóstureyðingar. Afstaða Þjóðkirkjunnar til málsins birtist í samþykktum Kirkjuþings og Prestastefnu 1987 og 1988 og hefur ekki verið leyst af hólmi með neinni annarri samþykkt kirkjunnar. Hér er einróma samþykkt Kirkjuþings 1987: „Rétturinn til lífs er frumatriði allra mannréttinda. Þá kröfu verður að gera til ríkisvaldsins, að það verndi mannlegt líf og efli meðal almennings vitundina um mannhelgi. Löggjöf, sem í raun gerir hið ófædda líf réttlaust, brýtur gegn því grundvallarsjónarmiði kristindómsins, að sérhver einstaklingur eigi rétt til lífs, allt frá upphafi og þangað til dauðinn ber að dyrum með eðlilegum eða óviðráðanlegum hætti. Kirkjuþing skírskotar til frumvarpa um breytingu á lögum nr. 25 frá 22. maí 1975 og lögum nr. 67/1971 með áorðnum breytingum, sem flutt hafa verið, og frumvarps sem boðað er. Vill Kirkjuþing skora á Alþingi að breyta umræddum lögum í þá veru, að friðhelgi mannlegs lífs sé viðurkennd.“ Í skjölum sama Kirkjuþings árið 1987, þ.e. í greinargerð með ofangreindri samþykkt, segir orðrétt: „Kirkjuþing telur því brýna nauðsyn bera til, að lög kveði á um friðhelgi mannlegs lífs, tryggi rétt þess jafnt fyrir sem eftir fæðingu.“ Og ekki nóg með það, heldur einnig þetta: „Legvatnsrannsóknir og kannanir á ástandi fósturs má ekki framkvæma í öðru augnamiði en því að verða að liði, lækna, sé þess þörf og það mögulegt. Hitt má aldrei vaka fyrir að svipta barnið lífi, virðist eitthvað að.“ Prestastefna Íslands, sem lauk í Langholtskirkju 24. júní 1988, tók undir þessa ályktun kirkjuþings 1987 varðandi lög um fóstureyðingar. Þessar samþykktir kirkjunnar eru í fullu samræmi við kristna, biblíulega trú frá allt frá upphafi á 1. öld, sem kemur fram m.a. í Didache, ritum postullegu feðranna, kirkjuþinga og kirkjufeðra. Það er augljóst óheillaverk nokkurs löggjafarþings að gera heimildir til fóstureyðinga alfrjálsar af hvaða ástæðu sem er og engri, allt til loka 22. viku, þegar þroski hins ófædda er jafnvel kominn á það stig, að (a) fóstrið hefur haft fullt sársaukaskyn í a.m.k. hálfan mánuð (komið með skynnema um allan líkamann 20 vikna ásamt taugatengingum upp í heila), og (b) dæmi eru um, að 22 vikna fóstur hafi lifað af fæðingu. En hin kristna afstaða er skýr: Engar fóstureyðingar. Sr. Bjarni Karlsson ritar í Bakþönkum Fréttabl. 12. des. um það þegar barn er nýkomið í heiminn: „Allir fara hljóðlega og allt snýst um þarfir barnsins,“ eins og allir séu „undir valdi hins nýfædda. Getur hugsast að líkt og nýfætt barn er ekki eign foreldra sinna, heldur eru ástvinirnir handa barninu“ (BK), þannig eigum við líka að hugsa um hið ófædda barn, af hlýju og umhyggju fyrst og fremst, eins og kirkjan brýnir okkur til? Naumast bjóða þeir alþingismenn betur, sem vilja árás drápstóla á ófætt barn í móðurkviði.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun