Hverjir hljóta náð fyrir augum Guðmundar? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. janúar 2019 12:00 Guðmundur liggur örugglega enn yfir valinu. vísir/vilhelm Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari tilkynnir á blaðamannafundi klukkan 15, sem sýndur verður í beinni útsendingu á Vísi, hvaða leikmenn fara á HM í Þýskalandi á morgun. Vísir rýnir í möguleika leikmanna á sæti í hópnum. Guðmundur mun tilkynna sextán manna hóp en fastlega er búist við því að hann taki sautján leikmenn með sér út. Einhver þarf að taka að sér að byrja upp í stúku. Það er nokkuð ljóst að markverðirnir verða tveir að mati íþróttadeildar. Náttúruhamfarir munu ekki hrófla við því að Björgvin Páll Gústavsson fer út. Aron Rafn Eðvarðsson var nokkuð öruggur með sitt sæti en innkoma Ágústar Elí á dögunum gæti breytt þeim plönum.Kemur markvarðarval á óvart? Guðmundur kom á óvart til að mynda í markvarðarmálum sínum fyrir ÓL 2008 er hann tók ungan Björgvin Pál inn í liðið. Sú ákvörðun reyndist ansi góð svo ekki sé meira sagt. Hann gæti freistast til þess að veðja aftur á óreyndan mann. Ágúst Elí fór með á síðasta mót og er því ekki alveg blautur á bak við eyrun í stórmótabransanum. Ágúst Elí gæti þess vegna farið með sem sautjándi maður og sett pressu á hina tvo. Þegar þetta er ritað hefur ekkert fengist staðfest um meiðsli Guðjóns Vals Sigurðssonar sem var í ómskoðun í gær. Tveir vinstri hornamenn fara út sama hvort Guðjón getur spilað eður ei. Ef Guðjón er ekki tilbúinn þá kemur Bjarki Már Elísson inn. Stefán Rafn hefur svo verið veikur og ef bæði hann og Guðjón eru ekki alveg heilir heilsu þá gæti Bjarki líka farið með. Annað hvort sem hluti af sextán manna hóp eða sem sautjándi maður. FH-ingarnir Aron Pálmarsson og Ólafur Andrés Guðmundsson eru pottþéttir í hópinn. Við veðjum einnig á að Elvar Örn Jónsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson fari út.Hvað með Hauk Þrastar? Janus Daði Smárason mun væntanlega þurfa að bíta í það súra epli að vera heima að þessu sinni. Margir vildu sjá hinn unga og stórefnilega Hauk Þrastarson fara með. Jafnvel sem sautjánda mann en það virðist vera hans eini möguleiki eins og staðan er núna. Öxlin hefur verið að plaga Gísla Þorgeir og því gæti ekki verið vitlaust að taka Hauk með út. Ómar Ingi Magnússon er með öruggt sæti hægra megin en það fréttist af Teiti Erni Einarssyni á æfingu liðsins í gær. Væntanlega þar sem þjálfararnir voru ekki nógu ánægðir með frammistöðu Rúnars Kárasonar í Noregi. Hann er því ekki alveg öruggur með sitt sæti þó svo hann fari líklega með. Við veðjum á tvo hægri hornamenn. Arnór Þór á þá stöðu en Sigvaldi Guðjónsson hefur komið mjög sterkur inn og sett pressu á Arnór. Hann hefur unnið inn fyrir sætinu. Nefbrotinn Arnar Freyr Arnarsson mun fara í slagsmálin á línunni og Ýmir Örn Gíslason mun leysa hann af þar ásamt því að taka á því í vörninni. Við spáum því að Heimir Óli Heimisson nái ekki inn að þessu sinni. Varnarmennirnir Daníel Þór Ingason og Ólafur Gústafsson fara einnig með liðinu að því við spáum.16-manna hópurinn að mati Vísis:Markmenn: Björgvin Páll Gústavsson Aron Rafn Eðvarðsson - 80% líkur Ágúst Elí Björgvinsson - 20% líkurVinstra horn: Guðjón Valur Sigurðsson (ef heill heilsu) Stefán Rafn SigurmannssonVinstri skytta: Aron Pálmarsson Ólafur Andrés GuðmundssonMiðjumenn: Elvar Örn Jónsson Gísli Þorgeir KristjánssonHægri skytta: Ómar Ingi Magnússon Rúnar KárasonHægra horn: Arnór Þór Gunnarsson Sigvaldi GuðjónssonLína: Arnar Freyr Arnarsson Ýmir Örn GíslasonVörn: Daníel Þór Ingason Ólafur GústafssonKoma til greina sem sautjándi maður: Markvörður (Aron Rafn eða Ágúst Elí) Bjarki Már Elísson Haukur Þrastarson Teitur Örn Einarsson HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira
Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari tilkynnir á blaðamannafundi klukkan 15, sem sýndur verður í beinni útsendingu á Vísi, hvaða leikmenn fara á HM í Þýskalandi á morgun. Vísir rýnir í möguleika leikmanna á sæti í hópnum. Guðmundur mun tilkynna sextán manna hóp en fastlega er búist við því að hann taki sautján leikmenn með sér út. Einhver þarf að taka að sér að byrja upp í stúku. Það er nokkuð ljóst að markverðirnir verða tveir að mati íþróttadeildar. Náttúruhamfarir munu ekki hrófla við því að Björgvin Páll Gústavsson fer út. Aron Rafn Eðvarðsson var nokkuð öruggur með sitt sæti en innkoma Ágústar Elí á dögunum gæti breytt þeim plönum.Kemur markvarðarval á óvart? Guðmundur kom á óvart til að mynda í markvarðarmálum sínum fyrir ÓL 2008 er hann tók ungan Björgvin Pál inn í liðið. Sú ákvörðun reyndist ansi góð svo ekki sé meira sagt. Hann gæti freistast til þess að veðja aftur á óreyndan mann. Ágúst Elí fór með á síðasta mót og er því ekki alveg blautur á bak við eyrun í stórmótabransanum. Ágúst Elí gæti þess vegna farið með sem sautjándi maður og sett pressu á hina tvo. Þegar þetta er ritað hefur ekkert fengist staðfest um meiðsli Guðjóns Vals Sigurðssonar sem var í ómskoðun í gær. Tveir vinstri hornamenn fara út sama hvort Guðjón getur spilað eður ei. Ef Guðjón er ekki tilbúinn þá kemur Bjarki Már Elísson inn. Stefán Rafn hefur svo verið veikur og ef bæði hann og Guðjón eru ekki alveg heilir heilsu þá gæti Bjarki líka farið með. Annað hvort sem hluti af sextán manna hóp eða sem sautjándi maður. FH-ingarnir Aron Pálmarsson og Ólafur Andrés Guðmundsson eru pottþéttir í hópinn. Við veðjum einnig á að Elvar Örn Jónsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson fari út.Hvað með Hauk Þrastar? Janus Daði Smárason mun væntanlega þurfa að bíta í það súra epli að vera heima að þessu sinni. Margir vildu sjá hinn unga og stórefnilega Hauk Þrastarson fara með. Jafnvel sem sautjánda mann en það virðist vera hans eini möguleiki eins og staðan er núna. Öxlin hefur verið að plaga Gísla Þorgeir og því gæti ekki verið vitlaust að taka Hauk með út. Ómar Ingi Magnússon er með öruggt sæti hægra megin en það fréttist af Teiti Erni Einarssyni á æfingu liðsins í gær. Væntanlega þar sem þjálfararnir voru ekki nógu ánægðir með frammistöðu Rúnars Kárasonar í Noregi. Hann er því ekki alveg öruggur með sitt sæti þó svo hann fari líklega með. Við veðjum á tvo hægri hornamenn. Arnór Þór á þá stöðu en Sigvaldi Guðjónsson hefur komið mjög sterkur inn og sett pressu á Arnór. Hann hefur unnið inn fyrir sætinu. Nefbrotinn Arnar Freyr Arnarsson mun fara í slagsmálin á línunni og Ýmir Örn Gíslason mun leysa hann af þar ásamt því að taka á því í vörninni. Við spáum því að Heimir Óli Heimisson nái ekki inn að þessu sinni. Varnarmennirnir Daníel Þór Ingason og Ólafur Gústafsson fara einnig með liðinu að því við spáum.16-manna hópurinn að mati Vísis:Markmenn: Björgvin Páll Gústavsson Aron Rafn Eðvarðsson - 80% líkur Ágúst Elí Björgvinsson - 20% líkurVinstra horn: Guðjón Valur Sigurðsson (ef heill heilsu) Stefán Rafn SigurmannssonVinstri skytta: Aron Pálmarsson Ólafur Andrés GuðmundssonMiðjumenn: Elvar Örn Jónsson Gísli Þorgeir KristjánssonHægri skytta: Ómar Ingi Magnússon Rúnar KárasonHægra horn: Arnór Þór Gunnarsson Sigvaldi GuðjónssonLína: Arnar Freyr Arnarsson Ýmir Örn GíslasonVörn: Daníel Þór Ingason Ólafur GústafssonKoma til greina sem sautjándi maður: Markvörður (Aron Rafn eða Ágúst Elí) Bjarki Már Elísson Haukur Þrastarson Teitur Örn Einarsson
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira