Bakslag hjá Guðjóni Val á æfingu í dag og HM úr sögunni: „Mikil blóðtaka fyrir okkur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2019 15:20 Guðjón Valur Sigurðsson. Vísir/EPA Íslenska handboltalandsliðið er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót án Guðjón Vals Sigurðssonar síðan að liðið fór á HM í Kumamoto árið 1997. Guðjón Valur átti að fara á HM en það kom í ljós í dag að hann er ekki leikfær. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari þurfti að breyta HM-hópnum rétt fyrir að hann var tilkynntur. Guðmundur segir að það hafi gengið á ýmsu, vegna meiðsla og veikinda. Hann segist hafa aldrei lent í öðru eins. Hann hafi þurft að gera tvær breytingar nú stuttu fyrir fundinn. „Hnémeiðsli hafa verið að plaga hann,“ segir Guðmundur um meiðsli Guðjóns Vals. „Það sást ekkert stórvægilegt við skoðun í gær og Guðjón Valur mætti á æfingu og allt gekk vel. En þá kom aftur bakslag í dag. Þá var ekkert annað að gera en að hann fengi sína meðhöndlun og svo sjáum við til,“ sagði Guðmundur. Guðmundur útilokar það heldur ekki að Guðjón Valur Sigurðsson komi inn í liðið á miðju móti. Það má gera þrjár breytingar á hópnum á meðan mótinu stendur. Mega eiga sér stað hvenær sem er. „Við höldum öllu opnu. Það veit enginn hvernig staðan er á meiðslunum, en það er þó ekki útilokað,“ sagði Guðmundur. Það fer ekkert á milli mála að það er áfall fyrir íslenska landsliðið að missa fyrirliðann rétt fyrir mót. „Það er alltaf skellur þegar einn besti leikmaður liðsins getur ekki tekið þátt. Hann er einn besti hornamaður heims og var að spila afar vel á mótinu í Noregi. Guðjón hefur spilað frábærlega með sínu félagsliði og þetta er mikil blóðtaka fyrir okkur. Sem betur fer eigum við tvo frábæra hornamenn í þessari stöðu til að taka við,“ sagði Guðmundur en í vinstra horninu verða þeir Bjarki Már Elísson og Stefán Rafn Sigurmannsson. Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, fór meiddur af velli á móti Hollandi í æfingamótinu í Noregi, og strax komu upp áhyggjur um að hann gæti jafnvel misst af HM í Þýskalandi og Danmörku. Guðjón Valur er að glíma við hnémeiðsli og viðurkenndi að hann hafi verið að glíma við þau í nokkurn tíma. „Mér var bara rosalega illt og ég er að vonast til að ná að losna við þennan verk,“ sagði Guðjón Valur í viðtali við RÚV eftir Noregsmótið. Guðjón Valur Sigurðsson hefur verið með íslenska landsliðinu á öllum stórmótum þess á öldinni eða öllum stórmótum Íslands frá og með EM í Króatíu 2000. HM í Króatíu fyrir ári síðan var hans 21. stórmót með íslenska landsliðinu en Guðjón Valur hefur alls leikið 131 leik fyrir Ísland á stórmótum (HM, EM eða Ólympíuleikum). Leikur Guðjóns Vals á móti Hollandi var hans 353. fyrir íslenska landsliðið en hann hefur skorað í þeim 1845 mörk sem er heimsmet. 1845 mörk þýða að hann hefur skorað 5,2 mörk að meðaltali í leik með íslenska landsliðinu. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót án Guðjón Vals Sigurðssonar síðan að liðið fór á HM í Kumamoto árið 1997. Guðjón Valur átti að fara á HM en það kom í ljós í dag að hann er ekki leikfær. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari þurfti að breyta HM-hópnum rétt fyrir að hann var tilkynntur. Guðmundur segir að það hafi gengið á ýmsu, vegna meiðsla og veikinda. Hann segist hafa aldrei lent í öðru eins. Hann hafi þurft að gera tvær breytingar nú stuttu fyrir fundinn. „Hnémeiðsli hafa verið að plaga hann,“ segir Guðmundur um meiðsli Guðjóns Vals. „Það sást ekkert stórvægilegt við skoðun í gær og Guðjón Valur mætti á æfingu og allt gekk vel. En þá kom aftur bakslag í dag. Þá var ekkert annað að gera en að hann fengi sína meðhöndlun og svo sjáum við til,“ sagði Guðmundur. Guðmundur útilokar það heldur ekki að Guðjón Valur Sigurðsson komi inn í liðið á miðju móti. Það má gera þrjár breytingar á hópnum á meðan mótinu stendur. Mega eiga sér stað hvenær sem er. „Við höldum öllu opnu. Það veit enginn hvernig staðan er á meiðslunum, en það er þó ekki útilokað,“ sagði Guðmundur. Það fer ekkert á milli mála að það er áfall fyrir íslenska landsliðið að missa fyrirliðann rétt fyrir mót. „Það er alltaf skellur þegar einn besti leikmaður liðsins getur ekki tekið þátt. Hann er einn besti hornamaður heims og var að spila afar vel á mótinu í Noregi. Guðjón hefur spilað frábærlega með sínu félagsliði og þetta er mikil blóðtaka fyrir okkur. Sem betur fer eigum við tvo frábæra hornamenn í þessari stöðu til að taka við,“ sagði Guðmundur en í vinstra horninu verða þeir Bjarki Már Elísson og Stefán Rafn Sigurmannsson. Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, fór meiddur af velli á móti Hollandi í æfingamótinu í Noregi, og strax komu upp áhyggjur um að hann gæti jafnvel misst af HM í Þýskalandi og Danmörku. Guðjón Valur er að glíma við hnémeiðsli og viðurkenndi að hann hafi verið að glíma við þau í nokkurn tíma. „Mér var bara rosalega illt og ég er að vonast til að ná að losna við þennan verk,“ sagði Guðjón Valur í viðtali við RÚV eftir Noregsmótið. Guðjón Valur Sigurðsson hefur verið með íslenska landsliðinu á öllum stórmótum þess á öldinni eða öllum stórmótum Íslands frá og með EM í Króatíu 2000. HM í Króatíu fyrir ári síðan var hans 21. stórmót með íslenska landsliðinu en Guðjón Valur hefur alls leikið 131 leik fyrir Ísland á stórmótum (HM, EM eða Ólympíuleikum). Leikur Guðjóns Vals á móti Hollandi var hans 353. fyrir íslenska landsliðið en hann hefur skorað í þeim 1845 mörk sem er heimsmet. 1845 mörk þýða að hann hefur skorað 5,2 mörk að meðaltali í leik með íslenska landsliðinu.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira