Handbolti

Selfyssingar fullir af stolti: Eiga fimm menn í HM-hópnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ómar Ingi Magnússon.
Ómar Ingi Magnússon. Vísir/Daníel
Það er mikið af ungum leikmönnum í HM-hópi Guðmundar Guðmundssonar sem þurfti að gera miklar breytingar á hópnum á síðustu stundu vegna meiðsla.

Það eru mikil kynslóðarskipti í íslenska handboltalandsliðinu og þar nýtur íslenska þjóðin góðs af frábæru starfi á Selfossi undanfarin ár.

Selfyssingar horfa líka mjög stoltir á HM-hópinn í ár eins og sjá má á þessari twitter-færslu hjá þeim.





Selfyssingar telja sig nefnilega eiga fimm leikmenn í sautján manna hóp Íslands sem er á leiðinni á HM í Þýskalandi og Danmörku. Fyrsti leikur liðsins er á móti Króatíu á föstudaginn.

Selfoss er með tvo leikstjórnendur í íslenska hópnum, Elvar Örn Jónsson og Hauk Þrastarson, og báðar hægri skytturnar eða þá Ómar Ingi Magnússon og Teit Örn Einarsson. Þá spilaði vinstri hornamaðurinn Bjarki Már Elísson einnig með Selfossi á sínum yngri árum. Haukur er sautjándi maður í hópnum.

Það er örugglega ekki á hverjum degi sem ekki stærra bæjarfélag en Selfoss „á“ fimm leikmenn í sama landsliði á heimsmeistaramóti í handbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×