Mikilvægt að byrja kynfræðslu fyrr: „Er ekki að tala um að setja smokkinn á eitthvað tréskaft“ Stefán Árni Pálsson skrifar 9. janúar 2019 15:30 „Við erum að pína börn þegar þau eru lítil til að knúsa fólk sem þau langar ekki að knúsa, sem á að vera kurteisi – en oft er bara verið að fara yfir mörk krakkanna. Við erum að pína þau til að hleypa fólki yfir mörkin sín, en svo erum við að reyna að kenna þeim að þau megi setja mörk þegar þau eru orðin eldri.“ Þetta segir Andrea Marel, sem ásamt Kára Sigurðssyni myndar fræðsluteymið Fokk Me-Fokk You. Saman fræða þau bæði hópa ungmenna og foreldra um heilbrigð samskipti á netinu og öllum þeim samskiptamiðlum sem þar þrífast. Bæði hafa þau mikla reynslu af vinnu með ungu fólki í félagsmiðstöðvum í Reykjavík og segja talsvert um að kynferðisleg áreitni þrífist á miðlum á borð við Snapchat og Instagram. Gerendurnir séu oft ungir og átti sig jafnvel ekki á því að þeir séu að brjóta á öðrum.Gróf kynferðisleg skilaboð Nýlega var rætt við Sólborgu Guðbrandsdóttur í Íslandi í dag á Stöð 2, en hún heldur úti Instagram-vefnum Fávitar, þar sem finna má skjáskot af brengluðum kynferðislegum skilaboðum sem berast gegnum samfélagsmiðla, en meirihluti þolendanna eru ungar stelpur.Andrea og Kári segjast margoft hafa séð sambærileg skjáskot í sínu starfi og telja mikilvægt að kynfræðsla af einhverju tagi hefjist strax snemma á barnsaldri, þar sem m.a. er farið yfir mikilvægi þess að setja sér mörk og virða mörk annarra. „Fólk heyrir orðið kynfræðsla og þá taka sumir andköf og bara „barnið mitt að fá kynfræðslu í fjórða bekk?“. Það er ekki verið að tala um að setja smokkinn á eitthvað tréskaft, heldur er verið að tala bara um mörk og samskipti kynjanna,“ segir Kári.Rætt verður við þau Andreu og Kára í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Þar ræða þau m.a. hvernig gott er að foreldrar nálgist ungmenni sín þegar kemur að sístækkandi heimi samfélagsmiðla. Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Laufey á landinu Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
„Við erum að pína börn þegar þau eru lítil til að knúsa fólk sem þau langar ekki að knúsa, sem á að vera kurteisi – en oft er bara verið að fara yfir mörk krakkanna. Við erum að pína þau til að hleypa fólki yfir mörkin sín, en svo erum við að reyna að kenna þeim að þau megi setja mörk þegar þau eru orðin eldri.“ Þetta segir Andrea Marel, sem ásamt Kára Sigurðssyni myndar fræðsluteymið Fokk Me-Fokk You. Saman fræða þau bæði hópa ungmenna og foreldra um heilbrigð samskipti á netinu og öllum þeim samskiptamiðlum sem þar þrífast. Bæði hafa þau mikla reynslu af vinnu með ungu fólki í félagsmiðstöðvum í Reykjavík og segja talsvert um að kynferðisleg áreitni þrífist á miðlum á borð við Snapchat og Instagram. Gerendurnir séu oft ungir og átti sig jafnvel ekki á því að þeir séu að brjóta á öðrum.Gróf kynferðisleg skilaboð Nýlega var rætt við Sólborgu Guðbrandsdóttur í Íslandi í dag á Stöð 2, en hún heldur úti Instagram-vefnum Fávitar, þar sem finna má skjáskot af brengluðum kynferðislegum skilaboðum sem berast gegnum samfélagsmiðla, en meirihluti þolendanna eru ungar stelpur.Andrea og Kári segjast margoft hafa séð sambærileg skjáskot í sínu starfi og telja mikilvægt að kynfræðsla af einhverju tagi hefjist strax snemma á barnsaldri, þar sem m.a. er farið yfir mikilvægi þess að setja sér mörk og virða mörk annarra. „Fólk heyrir orðið kynfræðsla og þá taka sumir andköf og bara „barnið mitt að fá kynfræðslu í fjórða bekk?“. Það er ekki verið að tala um að setja smokkinn á eitthvað tréskaft, heldur er verið að tala bara um mörk og samskipti kynjanna,“ segir Kári.Rætt verður við þau Andreu og Kára í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Þar ræða þau m.a. hvernig gott er að foreldrar nálgist ungmenni sín þegar kemur að sístækkandi heimi samfélagsmiðla.
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Laufey á landinu Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira